Viðskipti innlent

Hermann Guðmundsson: Það er kominn pínulítill taktur í samfélagið

Hermann Guðmundsson, forstjóri N1.
Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Mynd / Stefán Karlsson
„2012 verður aðeins skárra ár en ég hélt sjálfur fyrir aðeins þremur til fjórum mánuðum síðan," segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.

Hann sagði mestu skipta í því samhengi að leiðréttingar á skuldum heimila og fyrirtækja væri langt komin og því veit almenningur frekar hver staða þeirra er, „og getur þar af leiðandi tekið ákvörðun um það hvað skal gera, hvort sem það er að fjárfesta eða eitthvað annað," segir Hermann og bendir á að eyðsla almennings sé meðal annars það sem knýr hagvélina áfram.

Hann segir rekstrarumhverfi fyrirtækja þó svipað og fyrir ári síðan. „Það er doði yfir öllu og lítil eftirspurn," útskýrir Hermann.

Hann segir fyrirtæki þó finna fyrir launahækkunum almennings síðasta vor auk jólauppbótarinnar, allt þetta skilar sér inn í hagkerfið með einum eða öðrum hætti.

„Þannig það er kominn pínulítill taktur í þetta. Það er hægur stígandi," sagði Hermann, sem gagnrýndi meðal annars verðtrygginguna harðlega í viðtalinu, sem hægt er að hlusta á með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×