Viðskipti innlent

Bók Yrsu seldist mest

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yrsa Sigurðardóttir nýtur gríðarlegrar vinsælda um þessar mundir.
Yrsa Sigurðardóttir nýtur gríðarlegrar vinsælda um þessar mundir.
Brakið, bók Yrsu Sigurðardóttur, er mest selda bók ársins samkvæmt nýjum lista bókaverslananna sem nær til 24. desember síðastliðins. Á eftir henni kemur Einvígið, eftir Arnald Indriðason og þar á eftir Gamlinginn sem Jónas Jónasson skrifaði og Páll Valsson þýddi.

Þetta er i fyrsta sinn í ár sem Brakið fer upp fyrir Einvígið á lista yfir mest seldu bækur ársins. Það er Rannsóknasetur verslunarinnar sem tekur saman listann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×