Viðskipti innlent

Einungis tvö félög hafa hækkað á árinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðeins tvö af þeim sex félögum sem skipuðu Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands á árinu sem er að líða hafa hækkað í verði. Hin fjögur félögin hafa lækkað, en mesta lækkunin hefur verið hjá Atlantic Petroleum og BankNordik. Mest hefur veltan verið með bréf Marel, samkvæmt úttekt greiningardeildar Arion banka á stöðunni.

Úrvalsvísitalan er endurskoðuð tvisvar á ári, en við opnun markaða þann 2. janúar n.k. munu Hagar taka sæti færeyska flugfélagsins Atlantic Airways í vísitölunni. Vísitalan verður því skipuð færeysku félögunum Atlantic Petroleum og BankNordik ásamt Högum, Icelandair, Marel og Össuri.

Heildarmarkaðsverðmæti þeirra félaga sem eru skráð í Kauphöllina, að högum meðtöldum, nemur rúmlega 250 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×