Viðskipti innlent

Makrílveiðar skiluðu 25 milljörðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Bjarnason er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Makrílveiðar Íslendinga skiluðu þjóðarbúinu meira en 25 milljörðum króna í ár og sköpuðu yfir 1000 ársverk á sjó og landi, eftir því sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið fullyrðir. Meirihluti makrílafla íslenskra skipa kom að landi á Austfjörðum eða um 55% af heildinni.

Ráðuneytið tekur sem dæmi að hjá einni vinnslustöð hafi verið unnin 7000 tonn af makríl í landvinnslu sem hafi gefið um 270 milljónir í launagreiðslur. Sé miðað við að meðallaun hafi verið um 500 þúsund megi áætla að 7000 tonn hafi hér skapað 45 ársverk auk afleiddra starfa í greininni. Í heildina tekið sé þá reiknað með að makrílveiðar hafi skapað 200 bein störf á sjó og jafn mörg í landi. Afleidd störf eru síðan talin vera um 600 þannig að ársverkin eru samtals talin vera um 1000.

Ráðuneytið nefnir til samanburðar að samanlagt séu um 900 störf í álverum Alcoa og Alcan í Straumsvík og á Reyðarfirði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×