Viðskipti innlent

Verðkönnun ASÍ - 10% hækkun hjá Iceland

Miklar verðhækkanir hafa átt sér stað flestum verslunum. Samkvæmt verðkönnun ASÍ hækka flestir vöruflokkar um 2 til 5 prósent milli verðmælinga. Verð á grænmeti og ávöxtum hækkar víðast um 9 til 20 prósent en verð á mjólkurvörum breytist lítið í flestum verslunum.

Viðskipti innlent

Ráðinn aðstoðarmaður Skúla Mogensen

Guðrún Valdimarsdóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðarmanns forstjóra WOW air, Skúla Mogensen. Guðrún starfaði sem fjármálastjóri hjá Viðskiptráði Íslands 2010 - 2012. Áður starfaði Guðrún sem forstöðumaður Sölusviðs hjá Kreditkorti. Guðrún er viðskiptafræðingur að mennt með MBA og M.Sc. í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Eiginmaður Guðrúnar er Hörður Felix Harðarson lögmaður og saman eiga þau þrjú börn.

Viðskipti innlent

Verslanir Kaupáss innkalla vörur vegna hrossakjötsmálsins

Verslanir Kaupáss, það er verlanir Krónunnar, Kjarvals og Nóatúns, hafa ákveðið að kalla inn frosið First Price LASAGNE vegna mögleika á að varan innihaldi hrossakjöt. Tekið er fram í tilkynningu að varan er að öllu leyti skaðlaus. Strikamerki vörunnar er 5701410046668. Í tilkynningu segir að viðskiptavinir geti fengið vöruna bætta í verslunum Krónunnar, Kjarvals- og Nóatúns sé þess óskað.

Viðskipti innlent

Sóknarfæri í stafrænni kennslutækni

Sóknarfæri eru í stafrænni kennslutækni, sagði Esko Aho, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Hann er aðalræðumaður á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs sem fram fer á Hilton Hótel Nordica í dag. Hann vonast til að allt skólastarf verði á endanum stafrænt.

Viðskipti innlent

Hundruðir sóttu um vinnu á safastað

Það er vægast sagt mikill áhugi á lausum störfum hjá staðnum Lemon, sem opnar á Suðurlandsbraut í mars. 350 manns sendu inn umsókn í síðustu viku og fylltist staðurinn af vongóðum "djúsurum" í starfsmannaviðtölum í morgun.

Viðskipti innlent

Nær 1.000 leigusamningar í janúar

Leigumarkaðurinn byrjar árið með trompi, en alls voru gerðir 963 leigusamningar á landinu öllu í janúar s.l. Er það fjölgun um 125% frá fyrri mánuði þegar leigusamningar voru samtals 429 talsins og frá sama mánuði fyrra árs nemur fjölgunin 11%.

Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðirnir að baki fyrirhuguðum kaupum á Íslandsbanka

Það munu vera lífeyrissjóðirnir sem standa að baki hugsanlegum kaupum á Íslandsbanka. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa staðið yfir óformlegar viðræður fjárfesta við slitastjórn Glitnis um kaupin á Íslandsbanka. MP banki, sem er að stórum hluta til í eigu Skúla Mogensen, er einn þeirra aðila sem munu taka þátt í fjárfestingunni ef af henni verður. Vísir hefur það hinsvegar eftir áreiðanlegum heimildum að það séu lífeyrissjóðir landsins, í gegnum Framtakssjóð Íslands, sem munu leggja til megnið af kaupverðinu. Vísir hefur óskað eftir viðbrögðum vegna fyrirhugaðra kaupa frá MP banka og Framtakssjóðnum en hvorugur aðilinn hefur viljað láta hafa nokkuð eftir sér opinberlega.

Viðskipti innlent

Orkuveituhúsið selt fyrir 5,1 milljarð

Borgarstjórn hefur samþykkt að heimila Orkuveitu Reykjavíkur að selja Orkuveituhúsið. Þar með er Orkuveitu Reykjavíkur heimilt að ganga að tilboði Straums fjárfestingarbanka í húsið sem hljóðar upp á 5,1 milljarð króna.

Viðskipti innlent

Adobe og Advania halda daginn hátíðlegan

"Við ætlum að gera þennan dag dálítið eftirminnilegan fyrir hinar skapandi stéttir. Þess vegna er ekki bara ráðstefnugestum heldur einnig öllum öðrum tónlistaráhugamönnum boðið í lok dags á tónleika með Jónasi Sigurðssyni & hljómsveit í nýrri verslun okkar við Guðrúnartún. Tónleikana höldum við í samstarfi við Sónar-tónleikahátíðina," segir Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskiptasviðs Advania.

Viðskipti innlent

Sjómönnum fækkar en landvinnslufólki fjölgar

HB Grandi hefur ákveðið að leggja einum frystitogara sínum og breyta öðrum í ísfisktogara. Ástæðan er betri afkoma landvinnslunnar og skerðing á aflaheimildum. Á næsta fiskveiðiári mun félagið því gera út þrjá frystitogara í stað fimm en fjóra ísfisktogara í stað þriggja. Auk togaranna gerir HB Grandi út þrjú uppsjávarskip.

Viðskipti innlent