Viðskipti innlent

Hagnaður Atlantic Airways nam rúmlega 300 milljónum í fyrra

Hagnaður færeyska flugfélagsins Atlantic Airways á síðasta nam 14 milljónum danskra króna eða rúmlega 300 milljónum króna eftir skatta.

Þetta er töluvert minni hagnaður en árið áður þegar hann nam 22,5 milljónum danskra króna. Félagið er skráð í Kauphöllina á Íslandi.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að stjórn félagsins geri tillögu um að hluthöfum verið greiddur arður upp á 4 milljónir danskra króna eða nær 100 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×