Viðskipti innlent

Orkuveituhúsið selt fyrir 5,1 milljarð

Borgarstjórn hefur samþykkt að heimila Orkuveitu Reykjavíkur að selja Orkuveituhúsið. Þar með er Orkuveitu Reykjavíkur heimilt að ganga að tilboði Straums fjárfestingarbanka í húsið sem hljóðar upp á 5,1 milljarð króna.

Að auki heimilar borgarstjórn Orkuveitu Reykjavíkur að leigja fasteignirnar af Straumi fyrir tæplega 224 milljónir króna á ári fyrstu tíu árin og á rúmlega 290 milljónir næstu tíu árin eftir það.

Í tilkynningu segir að í kaupsamningnum er kaupréttarákvæði sem heimilar Orkuveitu Reykjavíkur að kaupa eignirnar til baka að liðnum 10 eða 20 árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×