Viðskipti innlent

Hagnaður Landsnets 801 milljón í fyrra

Hagnaður Landsnets á síðasta ári nam 801 milljón kr. Þetta er ívið minni hagnaður en árið á undan þegar hann nam 840 milljónum kr.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar um uppgjörið segir að niðurstaða ársins sé betri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir.

Lausafjárstaða félagsins er sterk, í árslok nam handbært fé 10,3 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×