Viðskipti innlent

Náði bestum árangri í janúar í Ávöxtunarleiknum

Magnús Halldórsson skrifar
Mynd af Stefáni Jónssyni, sem náði bestum árangri allra Þátttakenda í Ávöxtunarleiknum í janúar birtist meðal annars á Nasdaq turninum í New York, eftir að hann hafði tekið við verðlaunum í húsakynnum kauphallarinnar á Íslandi.
Mynd af Stefáni Jónssyni, sem náði bestum árangri allra Þátttakenda í Ávöxtunarleiknum í janúar birtist meðal annars á Nasdaq turninum í New York, eftir að hann hafði tekið við verðlaunum í húsakynnum kauphallarinnar á Íslandi.
Stefán Jónsson ávaxtaði eignasafn sitt í Ávöxtunarleiknum best allra í janúar og fékk að launum i pad frá epli.is. Stefán ávaxtaði eignasafn sitt í spilapeningum um ríflega 75 prósent, en miklar hækkanir á hlutabréfum einkenndu íslenska markaðinn í mánuðinum.

Vel á sjöunda þúsund þátttakendendur í Ávöxtunarleiknum, en í maí næstkomandi mun sigurvegarinn í leiknum fá ferð fyrir tvo til New York og 200 þúsund krónur að auki í sjóðum hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka.

Ávöxtunarleikurinn er samstarfsverkefni Vísis, Keldunnar, sem á og rekur leikinn, VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, Nasdaq OMX kauphallar Íslands og Libra.

Facebook síðu leiksins má sjá hér, en þar geta þátttakendur fylgst með framgangi leiksins og tekið þátt í umræðu um hann.

Innskráning í leikinn fer fram hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×