Viðskipti innlent

Eimskip siglir til Portland í Maine

Eimskip hefur ákveðið að sigla til Portland í Maine í stað Norfolk í Virginíu í Bandaríkjunum frá og með síðari hluta marsmánaðar.

Meginmarkmið breytingarinnar er að stytta siglingartíma til og frá Bandaríkjunum og koma á reglubundnum hálfsmánaðarlegum siglingum, að því er segir í tilkynningu um málið.

Höfnin í Portland varð fyrir valinu þar sem hún fellur vel að siglingakerfi Eimskips og þörfum viðskiptavina félagsins. Hafnaraðstaðan þar er eins og best verður á kosið, en hún hefur verið endurnýjuð mikið á síðustu árum.

Á hafnarsvæðinu mun Eimskip reka vöruhús og skrifstofu, en jafnframt eru til staðar tenglar fyrir 150 frystigáma, 100 tonna gámakrani og önnur tæki sem þarf til að sinna þjónustu við viðskipavini félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×