Viðskipti innlent

Ísafjörður semur við Nýherja um upplýsingakerfi

Sveitarfélagið Ísafjarðarbær hefur samið við Nýherja um allan rekstur á upplýsingakerfum og endurnýjun á miðlægu tölvuumhverfi.

Í tilkynningu segir að einnig var samið um Rent a Prent prentþjónustu, sem er umhverfisvæn prentþjónusta og felur í sér lækkun á árlegum prentkostnaði. Nýherji mun hefja sýndarvæðingu á öllum útstöðvum starfsmanna sveitarfélagsins, en þær eru um 350. Sýndarútstöðvar eru smávélar sem nota mun minna rafmagn en venjulegar útstöðvar, enda eru diskar og öflugir örgjörvar óþarfir.

Til þess að sinna viðhalds- og tækniþjónustu fyrir sveitarfélagið hefur Nýherji ráðið starfsmann með aðsetur á Ísafirði.

"Það er stefna Nýherja að bjóða lausnir sem sniðnar eru að aðstæðum viðskiptavina okkar og hjálpa þeim að ná árangri. Rent a Prent og sýndarvæðing útstöðva eru dæmi um slíkar lausnir," segir Finnur Oddsson, aðstoðarforstjóri Nýherja í tilkynningunni.

"Markmiðið með samstarfinu við Nýherja er að efla öryggi og auka hagræðingu í upplýsingakerfi Ísafjarðarbæjar með lausnum sem fela í sér lækkun á rekstrarkostnaði tölvukerfa og draga úr fjárbindingu í vélbúnaði," segir Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×