Viðskipti innlent

Sóknarfæri í stafrænni kennslutækni

KHN og JHH skrifar
Esko Aho er fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands.
Esko Aho er fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Mynd/ GVA.
Sóknarfæri eru í stafrænni kennslutækni, sagði Esko Aho, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands. Hann er aðalræðumaður á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs sem fram fer á Hilton Hótel Nordica í dag. Hann vonast til að allt skólastarf verði á endanum stafrænt.

Aho sagði líka að tækifæri í efnahagslífinu felist í því að nýta nútímatækni til að þjónusta neytendur. Þannig fáist jöfnuður á fjármálamarkaðinum. Tækifærin felist í tækninni, sameiningu hins stafræna og raunverulega. Hann benti á að snjallsíminn væri birtingarmynd þessa tækifæris. Þá sagði hann að minni lönd, eins og Ísland og Finnland, hefðu sérstök sóknarfæri á þessum markaði.

Þá ráðlagði Aho Íslendingum að gera ekki ráð fyrir leiftursnöggum bata. Atvinnuleysi mun vara, þó svo að efnahagurinn rýs úr öskunni á endanum.

Vísir tístir frá fundinum og finna má tístið efst hægra megin á forsíðu Vísis. Á eftir verða umræður oddvita stjórnmálaflokkanna, en eins og flestir vita styttist óðum í þingkosningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×