Viðskipti innlent

Kortavelta ferðamanna jókst um 56% milli ára í janúar

Fjölgun erlendra ferðamanna á Íslandi yfir vetrartímann má glöggt sjá í tölum Seðlabankans um kortanotkun.

Heildarvelta erlendra greiðslukorta á Íslandi í janúar s.l. var 4,7 milljarðar kr sem er aukning um 56% miðað við sama mánuð í fyrra.

Heildarvelta debetkorta landsmanna í janúar var 28 milljarðar kr. sem er 2,7% aukning miðað við sama mánuð árið áður.

Heildarvelta kreditkorta var 33,5 milljarðar kr. sem er 6,1% aukning miðað við sama mánuð árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×