Viðskipti innlent

Adobe og Advania halda daginn hátíðlegan

Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskiptasviðs Advania.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskiptasviðs Advania. Mynd/ Anton.
„Við ætlum að gera þennan dag dálítið eftirminnilegan fyrir hinar skapandi stéttir. Þess vegna er ekki bara ráðstefnugestum heldur einnig öllum öðrum tónlistaráhugamönnum boðið í lok dags á tónleika með Jónasi Sigurðssyni & hljómsveit í nýrri verslun okkar við Guðrúnartún. Tónleikana höldum við í samstarfi við Sónar-tónleikahátíðina," segir Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskiptasviðs Advania.

Adobe og Advania bjóða grafískum hönnuðum og vídeóvinnslufólki til ráðstefnu á fimmtudaginn með yfirskriftinni Skapandi ský. Ráðstefna Adobe er talsverður viðburður þar sem fyrirtækið hefur ekki áður haldið ráðstefnu á Íslandi. Þetta alþjóðlega stórfyrirtæki er leiðandi aðili á heimsvísu á sviði hugbúnaðar fyrir grafíska hönnuði, vefara og vídeóvinnslufólk, að sögn Stefáns Hrafns, sem gengur svo langt að nefna ráðstefnuna stafræna hönnunarveislu.

„Það er síðan í takti við aðra fróðleiksmiðlun Advania að ráðstefnan og tónleikarnir er gestum að kostnaðarlausu og opin meðan húsrými leyfir. Ég hef lúmskan grun um að Jónas mæti með blásaralandsliðið og háfleyg yfirskrift tónleika hans er Hafið við Guðrúnartún. Takmarkið er húsfyllir í höfuðstöðvum okkar við Sundin blá og það þýðir um 400 manns. Það er ekkert víst að það klikki," bætir Stefán Hrafn við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×