Viðskipti innlent

Sjóðsstjóri og miðlari ákærðir fyrir markaðsmisnotkun

Fyrrverandi sjóðstjóri peningamarkaðssjóðs hjá Kaupþingi, Daníel Þórðarson hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun með því að búa til falska eftirspurn og hækka verð á skuldabréfum Exista í janúar og febrúar á síðasta ári. Þá hefur Stefnir Agnarsson, sem þá starfaði sem miðlari í skuldabréfamiðlun Kaupþings, einnig verið ákærður fyrir sama brot.

Viðskipti innlent

Allir þurfa að færa fórnir fyrir bílaiðnaðinn

Allir sem hlut eiga að máli varðandi bílaiðnaðinn í Bandaríkjunum verða að færa fórnir til þess að þessi iðngrein geti náð fyrir styrk. Þetta sagði talsmaður Hvíta hússins í dag. „Allir hlutaðeigandi verða að gefa af sér til þess að nauðsynlegar endurbætur geti átt sér stað," sagði Robert Gibbs,

Viðskipti innlent

Stjórnarformaður Byrs lætur af störfum

Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs, hefur tilkynnt að hann sjái sig knúinn til að láta tímabundið af stjórnarstörfum fyrir sparisjóðinn fram að næsta aðalfundi hans. Við stjórnarformennsku Jóns Þorsteins tekur Jón Kristjánsson sem verið hefur varaformaður stjórnar Byrs.

Viðskipti innlent

Afskrifuðu ekki tugmilljarða tap

Stjórn gamla Kaupþings fegraði stöðu bankans með því að afskrifa ekki tug milljarða tap vegna skuldabréfa. Lögmenn segja almenning sem fjárfesti í bankanum hafa verið blekktan en því hafnar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.

Viðskipti innlent

Stjórnendur Ísfélagsins reknir

Ægi Páli Friðbertssyni, framkvæmdastjóra Ísfélags Vestmannaeyjavar sagt upp störfum í gær. Á fréttavefnum Eyjar.net segir að ástæða uppsagnarinnar sé tap félagsins af afleiðusamningum við íslenska banka.

Viðskipti innlent