Viðskipti innlent

Húsgögn Baugs boðin starfsmönnum til sölu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, býður nú húsgögn af skrifstofum félagsins í London til sölu en þau eru metin á um 15.000 pund og eru mörg hver verk frægra húsgagnahönnuða. Frá þessu er greint í breska blaðinu Telegraph.

Húsgögnin voru boðin núverandi og fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins í tölvupósti, sem þeim var sendur, en starfsmennirnir höfðu áður falast eftir því að fá að kaupa eitthvað af húsgögnunum. Meðal söluvarningsins eru stólar eftir danska arkitekinn Arne Jacobsen og borð með speglum og rafmagnsinnstungum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×