Viðskipti innlent

Seðlabankastjórastaðan auglýst

Þeir sem ganga með seðlabankastjórastöðuna eða stöðu aðstoðarseðlabankastjóra í maganum þurfa að fara að huga að umsókn því forsætisráðherra hefur, í samræmi við ný lög um Seðlabanka Íslands, auglýst embætti seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra laus til umsóknar. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að umsóknarfrestur er til 31. mars næstkomandi og skal umsóknum skilað í forsætisráðuneytið.

Í samræmi við ákvæði laga um Seðlabankann verður skipuð matsnefnd til að leggja mat á hæfni umsækjanda um stöðrunar. Áætlað er að skipað verði í stöðunar í maí næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×