Viðskipti innlent

Með bónuskerfum fela stjórnendur fjármálafyrirtækja vátíðindi

Afkomutengd bónuskerfi geta orðið til þess að stjórnendur fjármálafyrirtækja reyni að fela slæmar fréttir, segir prófessor. Æðstu stjórnendur Kaupþings fengu tugi milljóna króna bónusgreiðslur í hittiðfyrra, fyrir hagnað, enda þótt þá hefði verið viðbúið að milljarða undirmálslán yrðu færð sem tap.

Þegar bandaríski orkurisinn Enron fór á hausinn komu í ljós slóð skrilljóna skúffufyrirtækja. Þau höfðu verið notuð til þess að fela gríðarlegt tap félagsins og sýna fram á eignir. Menn hafa velt fyrir sér líkindum með gjaldþroti enrons og bankahruninu hér á landi.

Kaupþing á dótturfélag í Bretlandi sem keypi tugi milljarða af skuldabréfavafningum, meðal annars með Bandarískum undirmálslánum. Svona lán þyrfti yfirleitt að afskrifa en í gegnum fyrirtækinu Black Shunshine í Luxemburg endaði þetta sem eign í bókum Kaupþings.

Þetta var árið 2007. Fyrir þetta ár fengu Hreiðar Már Sigurðarson og Sigurður Einarsson, æðstu stjórnendur Kaupþings, samanlagt sjötíu milljónir króna í bónusa, en bónusarnir eru hlutfall af hagnaði bankans. Þetta hefði hugsanlega orðið minna eða ekkert, hefðu undirmálslán verið færð sem tap í bókum bankans.

Afkomutengd bónuskerfi bankastjóra eru umdeild. Þórólfur Mattíasson, prófessor við HÍ, segir að þau hvetji bankastjóra til að vera helst til áhættusækna.

Þá geti bónuskerfið orðið til þess að þeir sem eigi að fá bónusa í góðu árferði reyni að framlengja góðæri með því að fela slæmar fréttir. Þórólfur segir að þau segi þá ekki frá og reyni að ýta vondum fréttum undir teppi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×