FSA staðfestir viðræður um Icesave 4. mars 2009 15:40 Fréttastofan hefur fengið það staðfest hjá breska fjármálaeftirlitinu (FSA) að viðræður áttu sér stað milli FSA og Landsbankans um að koma Icesave-reikningunum í breska lögsögu s.l. haust. FSA segir að þessar viðræður hafi ekki leitt til neins samkomulags og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið enda sé það starfsregla hjá embættinu að ræða ekki um mál einstakra félaga/fyrirtækja sem heyra undir það. Eins og fram hefur komið í fréttum er nú deilt um hvort fyrrgreindar viðræður hafi yfirhöfuð farið fram. Fréttastofa hefur séð tvö bréf tengd málinu. Annarsvegar það bréf sem birt var í Kastljósi þar sem bankastjórar Landsbankans segja að bankinn eigi í viðræðum við FSA um hraðvirka dótturfélagavæðingu vegna Icesave. Bréfið er stílað á Seðlabanka Íslands og dagsett sunnudaginn 5. október. Þar benda bankastjórarnir á þrjá hluti sem gerst höfðu þann daginn og þeim fannst að Seðlabankinn ætti að vita af. Þar á meðal eru viðræður bankans við Hector Sants, forstjóra FSA í Bretlandi um að framkvæma „hraðvirka dótturfélagavæðingu" Icesave reikninganna í Bretlandi. „Við viljum koma þessum upplýsingum á framfæri og því breytta mati sem þetta getur leitt til á stöðu Landsbankans," segir í bréfinu sem undirritað er af þeim Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni forstjórum bankans. Bréfið sem sent var FSA frá Landsbankanum. Hitt bréfið sent af starfsmanni Landsbankans til starfsmanns breska fjármálaeftirlitsins, aðfararnótt 6. október, þar sem meðal annars kemur fram að Landsbankinn hafi verið í sambandi við Hector Sants hjá FSA fyrr um kvöldið. Í þessu bréfi er rætt um 200 milljón punda greiðslu til útibús bankans í Bretlandi til þess að mæta útstreymi fjármagns frá útibúinu auk þess sem leggja þurfi Heritable bankanum til 53 milljónir punda. Farið hafi verið fram á fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum af þeim sökum. „Okkur skilst að Seðlabankinn muni taka afstöðu til málsins á morgun og við munum millifæra upphæðirnar um leið og við fáum þær frá bankanum," segir í bréfinu. „Ég vona að þessar ráðstafanir mæti skilmálunum sem ræddir voru fyrr í kvöld við þig og Hr. Hector Sants," segir að lokum. Bréfið sem sent var Seðlabankanum þar sem rætt er um hraðvirka meðferð varðandi Icesave. Engin fyrirgreiðsla fékkst hins vegar frá Seðlabankanum og í kjölfar setningar neyðarlaga á Alþingi var Landsbankinn tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu aðfararnótt þriðjudagsins 7. október.Nokkru síðar lýsti Björgólfur Thor Björgólfsson því í Kompásþætti að flýtimeðferð hefði verið í boði og að Seðlabankanum hafi verið kunnugt um það.Þessu neitaði Seðlabankinn í yfirlýsingu og sagði Björgólf fara með rangt mál, ekkert hafi verið minnst á flýtimeðferð vegna Icesave. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Fréttastofan hefur fengið það staðfest hjá breska fjármálaeftirlitinu (FSA) að viðræður áttu sér stað milli FSA og Landsbankans um að koma Icesave-reikningunum í breska lögsögu s.l. haust. FSA segir að þessar viðræður hafi ekki leitt til neins samkomulags og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið enda sé það starfsregla hjá embættinu að ræða ekki um mál einstakra félaga/fyrirtækja sem heyra undir það. Eins og fram hefur komið í fréttum er nú deilt um hvort fyrrgreindar viðræður hafi yfirhöfuð farið fram. Fréttastofa hefur séð tvö bréf tengd málinu. Annarsvegar það bréf sem birt var í Kastljósi þar sem bankastjórar Landsbankans segja að bankinn eigi í viðræðum við FSA um hraðvirka dótturfélagavæðingu vegna Icesave. Bréfið er stílað á Seðlabanka Íslands og dagsett sunnudaginn 5. október. Þar benda bankastjórarnir á þrjá hluti sem gerst höfðu þann daginn og þeim fannst að Seðlabankinn ætti að vita af. Þar á meðal eru viðræður bankans við Hector Sants, forstjóra FSA í Bretlandi um að framkvæma „hraðvirka dótturfélagavæðingu" Icesave reikninganna í Bretlandi. „Við viljum koma þessum upplýsingum á framfæri og því breytta mati sem þetta getur leitt til á stöðu Landsbankans," segir í bréfinu sem undirritað er af þeim Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni forstjórum bankans. Bréfið sem sent var FSA frá Landsbankanum. Hitt bréfið sent af starfsmanni Landsbankans til starfsmanns breska fjármálaeftirlitsins, aðfararnótt 6. október, þar sem meðal annars kemur fram að Landsbankinn hafi verið í sambandi við Hector Sants hjá FSA fyrr um kvöldið. Í þessu bréfi er rætt um 200 milljón punda greiðslu til útibús bankans í Bretlandi til þess að mæta útstreymi fjármagns frá útibúinu auk þess sem leggja þurfi Heritable bankanum til 53 milljónir punda. Farið hafi verið fram á fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum af þeim sökum. „Okkur skilst að Seðlabankinn muni taka afstöðu til málsins á morgun og við munum millifæra upphæðirnar um leið og við fáum þær frá bankanum," segir í bréfinu. „Ég vona að þessar ráðstafanir mæti skilmálunum sem ræddir voru fyrr í kvöld við þig og Hr. Hector Sants," segir að lokum. Bréfið sem sent var Seðlabankanum þar sem rætt er um hraðvirka meðferð varðandi Icesave. Engin fyrirgreiðsla fékkst hins vegar frá Seðlabankanum og í kjölfar setningar neyðarlaga á Alþingi var Landsbankinn tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu aðfararnótt þriðjudagsins 7. október.Nokkru síðar lýsti Björgólfur Thor Björgólfsson því í Kompásþætti að flýtimeðferð hefði verið í boði og að Seðlabankanum hafi verið kunnugt um það.Þessu neitaði Seðlabankinn í yfirlýsingu og sagði Björgólf fara með rangt mál, ekkert hafi verið minnst á flýtimeðferð vegna Icesave.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira