Viðskipti innlent

Raunlækkun launa 7,5% á fjórða ársfjórðungi í fyrra

Raunlækkun launa nam 7,5% á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Laun hækkuðu um 8,3% á fjórðungnum m.v. sama tímabil árið áður. Verðbólgan mældist hinsvegar 17% og því nam launalækkun í raun 7.5%.

Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir ennfremur að meðaltalshækkun launa milli þriðja og fjórða ársfjórðungs í fyrra nam aðeins 0,4%. Laun í einkageiranum lækkuðu um 0,5% en laun hjá hinu opinbera hækkuðu um 4,8%.

Laun í framleiðslugreinum hækkuðu um 0,9% milli ársfjórðungana en laun í fjármálageiranum lækkuðu um 3%.

Hagfræðideildin reiknar með að áfram verði þrýstingur í þá átt að kaupmáttur lækki samhliða því að atvinnuleysi fari vaxandi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×