Afskrifuðu ekki tugmilljarða tap 4. mars 2009 18:30 Stjórn gamla Kaupþings fegraði stöðu bankans með því að afskrifa ekki tug milljarða tap vegna skuldabréfa. Lögmenn segja almenning sem fjárfesti í bankanum hafa verið blekktan en því hafnar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Kaupþing fjárfesti í skuldabréfum í gegnum dótturfélag sitt í Bretlandi, New Bond Street Asset Management. Alls námu þessar fjárfestingar um 8 milljörðum evra á þriðja ársfjórðungi 2007. Þegar þarna var komið þóttu fjárfestingarnar of áhættusamar og hóf bankinn að minnka áhættu sína. Hluti af þessum skuldabréfum voru svokölluð undirmálslán á bandarískum húsnæðismarkaði en heimtur af slíkum lánum hafa verið í kringum 2%. Heimildir fréttastofu herma að í stað þess að afskrifa tap af þessum lánum hafi Kaupþing flutt tugi milljarða inn í félagið Black Sunshine sem stofnað var í Lúxemborg. Í efnahagsreikning bankans hér á landi voru þessi lán því ekki afskrifuð heldur stóðu sem lán til félagsins Black Sunshine. Þar með voru eignirnar ofmetnar þar sem væntanlegt tap var ekki bókfært. Stjórn bankans ber ábyrgð á að ársreikningurinn sé réttur auk þess sem endurskoðandi, í þessu tilviki KPMG, ber ábyrgð á undirskrift hans. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag segja að þetta geti fallist undir fjársvik gagnvart almenningi. Með því að ofmeta eignir er verið að hafa áhrif á markaðinn og blekkja fólk til fjárfestinga. Heimildir fréttastofu herma einnig að fjallað sé um þessi mál í skýrslu sem PWC gerði um starfsemi Kaupþings fyrir bankahrunið. Þá hefur málið ekki verið sent frá FME til sérstaks saksóknara. Í samtali við fréttastofu sagði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, að engin þörf hafi verið á að afskrifa þessi skuldabréf. Black Sunshine hafi verið í eigu sjálfseignarstofnunar þar sem eigið fé var nægt . Skuldabréfin hafi ekki verið í vanskilum og því engin þörf á að afskrifa þau á þessum tímapunkti. Hinsvegar sé óljóst hversu mikið fáist upp í þessi skuldabréf í dag miðað við núverandi stöðu. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Stjórn gamla Kaupþings fegraði stöðu bankans með því að afskrifa ekki tug milljarða tap vegna skuldabréfa. Lögmenn segja almenning sem fjárfesti í bankanum hafa verið blekktan en því hafnar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Kaupþing fjárfesti í skuldabréfum í gegnum dótturfélag sitt í Bretlandi, New Bond Street Asset Management. Alls námu þessar fjárfestingar um 8 milljörðum evra á þriðja ársfjórðungi 2007. Þegar þarna var komið þóttu fjárfestingarnar of áhættusamar og hóf bankinn að minnka áhættu sína. Hluti af þessum skuldabréfum voru svokölluð undirmálslán á bandarískum húsnæðismarkaði en heimtur af slíkum lánum hafa verið í kringum 2%. Heimildir fréttastofu herma að í stað þess að afskrifa tap af þessum lánum hafi Kaupþing flutt tugi milljarða inn í félagið Black Sunshine sem stofnað var í Lúxemborg. Í efnahagsreikning bankans hér á landi voru þessi lán því ekki afskrifuð heldur stóðu sem lán til félagsins Black Sunshine. Þar með voru eignirnar ofmetnar þar sem væntanlegt tap var ekki bókfært. Stjórn bankans ber ábyrgð á að ársreikningurinn sé réttur auk þess sem endurskoðandi, í þessu tilviki KPMG, ber ábyrgð á undirskrift hans. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag segja að þetta geti fallist undir fjársvik gagnvart almenningi. Með því að ofmeta eignir er verið að hafa áhrif á markaðinn og blekkja fólk til fjárfestinga. Heimildir fréttastofu herma einnig að fjallað sé um þessi mál í skýrslu sem PWC gerði um starfsemi Kaupþings fyrir bankahrunið. Þá hefur málið ekki verið sent frá FME til sérstaks saksóknara. Í samtali við fréttastofu sagði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, að engin þörf hafi verið á að afskrifa þessi skuldabréf. Black Sunshine hafi verið í eigu sjálfseignarstofnunar þar sem eigið fé var nægt . Skuldabréfin hafi ekki verið í vanskilum og því engin þörf á að afskrifa þau á þessum tímapunkti. Hinsvegar sé óljóst hversu mikið fáist upp í þessi skuldabréf í dag miðað við núverandi stöðu.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira