Viðskipti innlent

Þriggja milljarða skuld Senu fer á flakk

Tæplega þriggja milljarða skuld vegna afþreyingafyrirtækisins Senu fer á flakk við sölu á fyrirtækinu. Sena á meðal annars Skífuna og kvikmyndahús. Íslensk afþreying seldi í dag félagið til tveggja manna. Kaupverðið er 500 milljónir króna, en tvímenningarnir taka engar skuldir yfir. Skuldir íslenskrar afþreyingar eru hins vegar umtalsverðar. Ari Edwald, stjórnarformaður félagsins, segir að tveggja komma sjö milljarða króna skuld fari nú til úrvinnslu hjá Teymi, en félögin veru bæði í ábyrgð fyrir henni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×