Viðskipti innlent

Ari Edwald: Sala á Senu ekki í uppnámi

Ari Edwald, stjórnarformaður Íslenskrar afþreyingar, segir það af og frá að salan á Senu sé í uppnámi vegna 750 milljóna króna kröfu 365 miðla á hendur Senu. Hann segir kröfuna ekki koma Senu við.

Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag varð krafan til þegar félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar keypti 365 miðla út úr 365 hf. fyrir um sex milljarða. Nafni 365 hf var síðan breytt í Íslenska afþreyingu undir hvers hatti Sena og EFG voru. Heimildir Vísis hermdu að salan á Senu væri í uppnámi en Ari þvertekur fyrir það.

Hann segir að um sé að ræða mál sem varði eingöngu Íslenska afþreyingu og 365 miðla en komi Senu ekkert við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×