Viðskipti innlent

Kröfuhafar vilja Baug í gjaldþrot

Jón Ásgeir Jóhannesson, er stjórnarformaður Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson, er stjórnarformaður Baugs.

Gjaldþrotabeiðni Baugs hf, sem var tekinn fyrir klukkan eitt í Héraðsdómi Reykjavíkur, var frestað fram á mánudag.

Ástæðan var sú að kröfuhafar gamla Glitnis og Íslandsbanka, andmæltu því að fallist yrði á beiðnina. Dómarinn, Arngrímur Ísberg, frestaði því málinu fram yfir helgi en þá fer fram málflutningur kröfuhafa.

Lögfræðingur Baugs, Ragnar H. Hall, fór fram á þriggja mánaða greiðslustöðvun en fyrirtækið hefur nú verið í greiðslustöðvun í þrjár vikur. Búast má við úrskurði stutti eftir málflutning í héraðsdómi á mánudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×