Viðskipti innlent

Helgi endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins

Helgi Magnússon, formaður SI.
Helgi Magnússon, formaður SI.
Iðnþing Samtaka iðnaðarins stendur nú yfir á Grand hótel. Helgi Magnússon var í dag endurkjörinn formaður samtakanna með 92,42% greiddra atkvæða. Engir aðrir fengu atkvæði. Helgi verður því formaður Samtaka iðnaðarins fram til Iðnþings 2010.

Tíu gáfu kost á sér í stjórn og hlutu eftirtaldif flest atkvæði:

Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitár ehf.

Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf.

Loftur Árnason, ÍSTAK hf.

Tómas Már Sigurðsson, Alcoa Fjarðaál sf.

Fyrir í stjórn samtakanna voru Anna María Jónsdóttir, Ingvar Kristinsson, Marel hf. og Þorsteinn Víglundsson BM Vallá ehf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×