Viðskipti innlent

Ólafsfell í gjaldþrotaskipti

Stjórn Ólafsfells ehf, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari féllst á beiðnina og skipaði Jóhannes Ásgeirsson hæstaréttalögmann sem skiptastjóra þrotabúsins.

Viðskipti innlent

Uppskipti bankanna hafa kostað tæpan milljarð

Á fundi viðskiptanefndar Alþingis í dag var lagt fram minnisblað um slitameðferð og kostnað af störfum skilanefnda bankanna. Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar segir í samtali við fréttastofu að kostnaðurinn stefni í milljarð króna á þeim fimm mánuðum sem liðnir eru frá bankahruninu.

Viðskipti innlent

76 fyrirtæki undir hamarinn

Í febrúar 2009 voru 76 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 56 fyrirtæki í febrúar 2008, sem jafngildir tæplega 36 prósenta aukningu á milli ára. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar og þar segir einnig að flest gjaldþrot eða 19, hafi verið í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 15 í heild- og smásöluverslun, viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.

Viðskipti innlent

Makaskiptasamningum fjölgar gríðarlega

Makaskiptasamningum hefur fjölgað gríðarlega við fasteignaviðskipti á undanförnum mánuðum. Í febrúar síðastliðnum voru makaskiptasamningar 39 af þeim 125 samningum sem var þinglýst eða um 31%. Í sama mánuði árið 2008 voru makaskiptasamningar hins vegar 15 af 375 eða um 4%. Með makaskiptasamningi er átt við kaupsamning um fasteign þar sem hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign.

Viðskipti innlent

FME berast fjölmargar ábendingar frá almenningi

Ábendingar neytenda, sem og ábendingar eftirlitsskyldra aðila og starfsmanna á þeirra vegum, eru mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í sérhverju eftirliti. Fjármálaeftirlitinu (FME) hafa á undanförnum mánuðum borist fjölmargar ábendingar, sem margar hverjar hafa orðið grundvöllur að frekari rannsóknum.

Viðskipti innlent

Marel skoðar skráningu í Amsterdam eða á Norðurlöndum

Stjórn Marel Food Systems hefur samþykkt að skoða tvíhliða skráningu hlutabréfa félagsins í Amsterdam eða Skandinavíu til viðbótar við skráningu hlutabréfanna í kauphöllinni á Íslandi með það að markmiði að auka seljanleika, bæta verðmyndun og auðvelda aðkomu erlendra aðila að félaginu.

Viðskipti innlent

Bensínhækkun gæti verið fram undan

Bensínhækkun virðist liggja í loftinu hér á landi alveg á næstunni, þar sem bensínverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 25 prósent í dollurum talið, síðan 12. þessa mánaðar. Bensíntonnið kostaði þá 392 dollara en kostar nú 503 dollara.

Viðskipti innlent

Fyrirspurnir frá rúmlega 200 til skilanefndar SPRON

Fyrirspurnir frá rúmlega 200 aðilum höfðu borist skilanefnd SPRON í gærkvöldi og þar af spurðust um tuttugu fyrir um dótturfélög og útibú. Fleiri spurðust fyrir um fasteignir, fasteignaverkefni og eignarhluti í öðrum félögum og flestir um lausafjármuni eins og tölvubúnað, bíla, skrifstofubúnað, listmuni og fleira.

Viðskipti innlent

Enn fækkar í Kauphöll

Hlutabréf Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) voru tekin úr viðskiptum í Nasdaq OMX kauphöllinni íslensku í byrjun vikunnar að beiðni skilanefndar sjóðsins. Engin viðskipti hafa þó verið með bréfin í nokkurn tíma, en Kauphöllin stöðvaði þau sjötta október í fyrra, eftir fall bankanna, vegna óvissu á markaði sem skaðað gæti eðlilega verðmyndun.

Viðskipti innlent

Glæsileg lausn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ýtti rækilega undir væntingar um farsæla lausn á Icesave-málinu í viðtali í Zetunni, nýjum viðtalsþætti mbl.is. Hann sagði glæsilega niðurstöðu í augsýn og kvað Svavar Gestsson, formann viðræðunefndarinnar, njóta fyllsta trausts.

Viðskipti innlent

Erlendir vilja fimmtung í Marel Food Systems

Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um kaup evrópskra fjárfesta og fyrirtækja á tuttugu prósenta hlut í Marel Food Systems. Áhuginn mun vera allnokkur og hafa margir sýnt áhuga á að eignast ráðandi hlut, eða 51 prósent. Áætlað er að sala skili 40 milljónum evra hið minnsta, eða sex milljörðum króna.

Viðskipti innlent