Viðskipti innlent Flutti til Rússlands rétt fyrir kyrrsetningu Auðmaðurinnn Magnús Þorsteinsson færði lögheimili sitt út til Rússlands stuttu áður en gjaldþrotamál Straums Burðarás gegn honum var tekin fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Það var lögfræðingur sóknaraðila, Gísli Guðni Hall sem benti á þetta í aðalmeðferð málsins sem fór fram í morgun. Viðskipti innlent 30.4.2009 12:35 Spá verðhjöðnun næsta árið Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins telja að það verði verðhjöðnun hér á landi litið til næstu tólf mánaða. Spá þeir því að verðbólgan eftir tólf mánuði verði -2,0%. Flestir þessara stjórnenda, eða 73% þeirra, telur að gengi krónunnar muni styrkjast á þessu tímabili og er verðbólguspá þeirra vel skiljanleg í því ljósi enda mikill samdráttur í innlendu efnahagslífi og innflutt verðbólga hverfandi lítil sökum þess erfiða árferðis sem er í heimsbúskapnum. Viðskipti innlent 30.4.2009 12:33 Ríkisbankar sakaðir um óeðlilega fyrirgreiðslu Vísbendingar eru um að ríkisbankarnir veiti fyrirtækjum, sem eru í þeirra eigu, óeðlilega fyrirgreiðslu umfram það sem önnur fyrirtæki fá. Samtök iðnaðarins krefjast jafnræðis og vilja að bankarnir eyði tortryggni á samkeppnismarkaði. Viðskipti innlent 30.4.2009 12:03 Mentor hlaut Vaxtarsprotann annnað árið í röð Fyrirtækið Mentor ehf. hlaut í morgun „Vaxtarsprotann 2009" sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Þetta er annað árið í röð sem fyrirtækið vex hraðast íslenskra sprotafyrirtækja. Viðskipti innlent 30.4.2009 11:57 Vísitala framleiðsluverðs lækkaði um 1,6% í mars Vísitala framleiðsluverðs í mars 2009 var 153,1 stig og lækkaði um 1,6% frá febrúar 2009. Viðskipti innlent 30.4.2009 10:30 FT spyr hvort ESB-aðild sé of dýrkeypt fyrir Ísland „Tilhugsunin um aðild að Evrópusambandinu er notaleg trygging þegar illa árar. Þegar eyjarskeggjar standa frammi fyrir skilmálum aðildar og gjaldinu sem greiða þarf fyrir gæti svo farið að þeir hrökkluðust til baka." Þannig lýkur grein í vefútgáfu Financial Times (FT) í gær. Þar er fjallað um stöðu Íslands gagnvart ESB eftir nýafstaðnar alþingiskosningar. Viðskipti innlent 30.4.2009 10:17 Bréf Marel Food Systems hækka mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 1,59 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Á sama tíma hefur gengi bréfa Össurar lækkað um 0,64 prósent. Viðskipti innlent 30.4.2009 10:12 Pfizer í málaferlum gegn Actavis og 7 öðrum framleiðendum Bandaríski lyfjarisinn Pfizer hefur höfðað mál gegn Actavis og sjö öðrum lyfjaframleiðendum samheitalyfja vegna lyfsins Lyrica. Telur Pfizer að þessir framleiðendur hafi brotið gegn einkarétti sínum á lyfinu. Viðskipti innlent 30.4.2009 10:08 RUV tapar 60 milljónum á mánuði Tap RUV ohf. nam rúmlega 365 milljónum kr. á tímabilinu frá 1. september í fyrra og fram til loka febrúar í ár samkvæmt árshlutareikningi félagsins. Þetta samsvarar því að RUV hafi tapað rúmum 60 milljónum kr. á hverjum mánuði tímabilsins. Viðskipti innlent 30.4.2009 09:46 Vöruskipti hagstæð um 8,3 milljarða Íslendingar fluttu út vörur fyrir fyrir 34,7 milljarða í marsmánuði og inn fyrir 26,5 milljarða króna. Vöruskiptin í mars voru því hagstæð um 8,3 milljarða króna að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Fyrir ári síðan vou vöruskiptin því óhagstæð um 3,1 milljarð króna á sama gengi. Viðskipti innlent 30.4.2009 09:26 Verðbólga ekki lægri í ár Verðbólga mælist nú 11,9 prósent og hefur hún ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra. Verðbólgan gæti náð verðbólgumarkmiðum Seðlabankans um áramót, að mati sérfræðings IFS Greiningar. Viðskipti innlent 30.4.2009 05:00 Slitastjórn komin yfir gamla LÍ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að ósk skilanefndar gamla Landsbankans og skipað slitastjórn yfir hana í samræmi við breytingar á lögum um slitameðferð fjármálafyrirtækja, sem samþykkt voru á Alþingi á síðustu dögum þingsins fyrir hálfum mánuði. Viðskipti innlent 30.4.2009 05:00 Hlutabréf Marel Food Systems hækkuðu mest í dag Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 5,12 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Þá hækkaði gengi bréfa Össurar um 4,11 prósent og Century Aluminum um 1,07 prósent. Viðskipti innlent 29.4.2009 16:06 Straumur semur um innistæður í Danmörku Straumur og bankatryggingasjóður Danmerkur (Finansiel Stabilitet) hafa samið um að allar innistæður hjá Straumi verði borgaðar að fullu. Þetta upplýsir sjóðurinn í tilkynningu í dag. Viðskipti innlent 29.4.2009 15:43 Hagnaður VÍS var 242 milljónir króna árið 2008 VÍS skilaði 242 milljón króna hagnaði eftir skatta á árinu 2008. Eiginfjárhlutfall VÍS í árslok 2008 var 30% og gjaldþol var 4,4 sinnum hærra en lágmarksgjaldþol. Handbært fé í árslok var tæplega 9 milljarðar króna. Viðskipti innlent 29.4.2009 15:21 Fjögur félög fresta birtingu á ársreikningum sínum Fjögur félög hafa sent inn tilkynningu til kauphallarinnar um að þau hafi ákveðið að fresta birtingu á ársreikningum sínum. Þetta eru Kögun, Teymi, 365 hf. og Landsafl ehf. Viðskipti innlent 29.4.2009 14:32 Fyrirtækin óttast meiri samdrátt landsframleiðslu en spáð er Reynist spá 500 fyrirtækja á landinu um samdrátt í veltu þeirra nærri lagi, er ástæða til að óttast að samdráttur í landsframleiðslu á þessu ári verði ennþá meiri en opinberar spár gera ráð fyrir. Viðskipti innlent 29.4.2009 13:32 Nær allir stjórnendur telja aðstæður efnhagslífsins slæmar Stjórnendur hjá um 95% stærstu fyrirtækja landsins telja núverandi aðstæður í efnahagslífinu vera slæmar (37%) eða mjög slæmar (58%), um 5% telja þær hvorki góðar né slæmar, en ekkert þeirra fyrirtækja sem svöruðu könnuninni telja aðstæður hins vegar vera góðar. Viðskipti innlent 29.4.2009 13:18 Marel kynnir nýjan skammtaskera í Brussel Marel kynnti í dag nýjan skammtaskera á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem nú stendur yfir. Viðskipti innlent 29.4.2009 12:24 Fasteignaverð á Vestfjörðum 70% lægra en í höfuðborginni Fasteignaverð mælt sem meðal staðgreiðsluverð á fermetra er að meðaltali 70% lægra á Vestfjörðum heldur en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt gögnum sem Fasteignakrá Íslands hefur birt um íbúðarverð á síðasta ári. Viðskipti innlent 29.4.2009 12:05 Græn byrjun í kauphöllinni Markaðurinn í kauphöllinni byrjar á grænum nótum í dag og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 0,3% í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti innlent 29.4.2009 10:37 N1 tapaði rúmlega 1,1 milljarði í fyrra Tap N1 hf. árið 2008 er kr. 1.111 milljónir kr. eftir skatta á móti 860,9 milljóna kr. hagnaði árið 2007. Viðskipti innlent 29.4.2009 10:10 Segir samningsstöðu Íslands gagnvart ESB vera erfiða Bronwen Maddox helsti dálkahöfundur The Times um erlend málefni segir að samningsstaða Íslands gagnvart Evrópusambandinu muni verða erfið. Ísland sé í augljósri þörf fyrir að skipta út krónunni fyrir annan gjaldmiðil sem sé grunnurinn að því að byggja upp stöðugleika að nýju. Viðskipti innlent 29.4.2009 09:36 Sirius IT hagnaðist um 612 milljónir á síðasta ári Rekstrarhagnaður norræna upplýsingatæknifyrirtækisins Sirius IT, dótturfélags Skipta, fyrir afskriftir og vexti í fyrra nam 1.360 milljónum króna og jókst um 56% frá árinu á undan. Hagnaður fyrir skatta nam 862 milljónum króna, en að teknu tilliti til skatta nam hagnaður ársins 612 milljónum króna. Viðskipti innlent 29.4.2009 09:16 Ársverðbólgan mælist 11,9% Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 15,6%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ári (9,4% fyrir vísitöluna án húsnæðis). Viðskipti innlent 29.4.2009 09:01 Fyrirtæki skila uppgjörum seint og illa „Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Viðskipti innlent 29.4.2009 08:00 Tyrkneskt vatn flutt inn í plastflöskum „Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ. Viðskipti innlent 29.4.2009 07:30 Skúli í Oz enn í símanum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oz, hefur tekið sæti í stjórn kanadíska tæknifyrirtækisins Airborne Technology Ventures ásamt því að fjárfesta í því fyrir hálfa milljón Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 65 milljóna króna að núvirði. Viðskipti innlent 29.4.2009 04:30 Íslendingar vinna gegn svínaflensunni „Við erum á fullu að vinna í því að setja gáttina upp og fara að vinna gegn svínaflensunni í Mexíkó,“ segir Magnús Ingi Stefánsson, verkefnastjóri hjá TM Software, dótturfélagi Nýherja. Viðskipti innlent 29.4.2009 04:15 Segir skuldir bankanna vera þjóðinni ofviða "Hver er staða þjóðarbúsins? Er Ísland gjaldþrota?“ var yfirskrift hádegisverðarfundar félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem fram fór á Grand Hóteli í gær. Kjartan Guðmundsson fylgdist með umræðunum. Viðskipti innlent 29.4.2009 04:15 « ‹ ›
Flutti til Rússlands rétt fyrir kyrrsetningu Auðmaðurinnn Magnús Þorsteinsson færði lögheimili sitt út til Rússlands stuttu áður en gjaldþrotamál Straums Burðarás gegn honum var tekin fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Það var lögfræðingur sóknaraðila, Gísli Guðni Hall sem benti á þetta í aðalmeðferð málsins sem fór fram í morgun. Viðskipti innlent 30.4.2009 12:35
Spá verðhjöðnun næsta árið Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins telja að það verði verðhjöðnun hér á landi litið til næstu tólf mánaða. Spá þeir því að verðbólgan eftir tólf mánuði verði -2,0%. Flestir þessara stjórnenda, eða 73% þeirra, telur að gengi krónunnar muni styrkjast á þessu tímabili og er verðbólguspá þeirra vel skiljanleg í því ljósi enda mikill samdráttur í innlendu efnahagslífi og innflutt verðbólga hverfandi lítil sökum þess erfiða árferðis sem er í heimsbúskapnum. Viðskipti innlent 30.4.2009 12:33
Ríkisbankar sakaðir um óeðlilega fyrirgreiðslu Vísbendingar eru um að ríkisbankarnir veiti fyrirtækjum, sem eru í þeirra eigu, óeðlilega fyrirgreiðslu umfram það sem önnur fyrirtæki fá. Samtök iðnaðarins krefjast jafnræðis og vilja að bankarnir eyði tortryggni á samkeppnismarkaði. Viðskipti innlent 30.4.2009 12:03
Mentor hlaut Vaxtarsprotann annnað árið í röð Fyrirtækið Mentor ehf. hlaut í morgun „Vaxtarsprotann 2009" sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Þetta er annað árið í röð sem fyrirtækið vex hraðast íslenskra sprotafyrirtækja. Viðskipti innlent 30.4.2009 11:57
Vísitala framleiðsluverðs lækkaði um 1,6% í mars Vísitala framleiðsluverðs í mars 2009 var 153,1 stig og lækkaði um 1,6% frá febrúar 2009. Viðskipti innlent 30.4.2009 10:30
FT spyr hvort ESB-aðild sé of dýrkeypt fyrir Ísland „Tilhugsunin um aðild að Evrópusambandinu er notaleg trygging þegar illa árar. Þegar eyjarskeggjar standa frammi fyrir skilmálum aðildar og gjaldinu sem greiða þarf fyrir gæti svo farið að þeir hrökkluðust til baka." Þannig lýkur grein í vefútgáfu Financial Times (FT) í gær. Þar er fjallað um stöðu Íslands gagnvart ESB eftir nýafstaðnar alþingiskosningar. Viðskipti innlent 30.4.2009 10:17
Bréf Marel Food Systems hækka mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 1,59 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Á sama tíma hefur gengi bréfa Össurar lækkað um 0,64 prósent. Viðskipti innlent 30.4.2009 10:12
Pfizer í málaferlum gegn Actavis og 7 öðrum framleiðendum Bandaríski lyfjarisinn Pfizer hefur höfðað mál gegn Actavis og sjö öðrum lyfjaframleiðendum samheitalyfja vegna lyfsins Lyrica. Telur Pfizer að þessir framleiðendur hafi brotið gegn einkarétti sínum á lyfinu. Viðskipti innlent 30.4.2009 10:08
RUV tapar 60 milljónum á mánuði Tap RUV ohf. nam rúmlega 365 milljónum kr. á tímabilinu frá 1. september í fyrra og fram til loka febrúar í ár samkvæmt árshlutareikningi félagsins. Þetta samsvarar því að RUV hafi tapað rúmum 60 milljónum kr. á hverjum mánuði tímabilsins. Viðskipti innlent 30.4.2009 09:46
Vöruskipti hagstæð um 8,3 milljarða Íslendingar fluttu út vörur fyrir fyrir 34,7 milljarða í marsmánuði og inn fyrir 26,5 milljarða króna. Vöruskiptin í mars voru því hagstæð um 8,3 milljarða króna að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Fyrir ári síðan vou vöruskiptin því óhagstæð um 3,1 milljarð króna á sama gengi. Viðskipti innlent 30.4.2009 09:26
Verðbólga ekki lægri í ár Verðbólga mælist nú 11,9 prósent og hefur hún ekki verið lægri síðan í apríl í fyrra. Verðbólgan gæti náð verðbólgumarkmiðum Seðlabankans um áramót, að mati sérfræðings IFS Greiningar. Viðskipti innlent 30.4.2009 05:00
Slitastjórn komin yfir gamla LÍ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að ósk skilanefndar gamla Landsbankans og skipað slitastjórn yfir hana í samræmi við breytingar á lögum um slitameðferð fjármálafyrirtækja, sem samþykkt voru á Alþingi á síðustu dögum þingsins fyrir hálfum mánuði. Viðskipti innlent 30.4.2009 05:00
Hlutabréf Marel Food Systems hækkuðu mest í dag Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 5,12 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Þá hækkaði gengi bréfa Össurar um 4,11 prósent og Century Aluminum um 1,07 prósent. Viðskipti innlent 29.4.2009 16:06
Straumur semur um innistæður í Danmörku Straumur og bankatryggingasjóður Danmerkur (Finansiel Stabilitet) hafa samið um að allar innistæður hjá Straumi verði borgaðar að fullu. Þetta upplýsir sjóðurinn í tilkynningu í dag. Viðskipti innlent 29.4.2009 15:43
Hagnaður VÍS var 242 milljónir króna árið 2008 VÍS skilaði 242 milljón króna hagnaði eftir skatta á árinu 2008. Eiginfjárhlutfall VÍS í árslok 2008 var 30% og gjaldþol var 4,4 sinnum hærra en lágmarksgjaldþol. Handbært fé í árslok var tæplega 9 milljarðar króna. Viðskipti innlent 29.4.2009 15:21
Fjögur félög fresta birtingu á ársreikningum sínum Fjögur félög hafa sent inn tilkynningu til kauphallarinnar um að þau hafi ákveðið að fresta birtingu á ársreikningum sínum. Þetta eru Kögun, Teymi, 365 hf. og Landsafl ehf. Viðskipti innlent 29.4.2009 14:32
Fyrirtækin óttast meiri samdrátt landsframleiðslu en spáð er Reynist spá 500 fyrirtækja á landinu um samdrátt í veltu þeirra nærri lagi, er ástæða til að óttast að samdráttur í landsframleiðslu á þessu ári verði ennþá meiri en opinberar spár gera ráð fyrir. Viðskipti innlent 29.4.2009 13:32
Nær allir stjórnendur telja aðstæður efnhagslífsins slæmar Stjórnendur hjá um 95% stærstu fyrirtækja landsins telja núverandi aðstæður í efnahagslífinu vera slæmar (37%) eða mjög slæmar (58%), um 5% telja þær hvorki góðar né slæmar, en ekkert þeirra fyrirtækja sem svöruðu könnuninni telja aðstæður hins vegar vera góðar. Viðskipti innlent 29.4.2009 13:18
Marel kynnir nýjan skammtaskera í Brussel Marel kynnti í dag nýjan skammtaskera á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem nú stendur yfir. Viðskipti innlent 29.4.2009 12:24
Fasteignaverð á Vestfjörðum 70% lægra en í höfuðborginni Fasteignaverð mælt sem meðal staðgreiðsluverð á fermetra er að meðaltali 70% lægra á Vestfjörðum heldur en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt gögnum sem Fasteignakrá Íslands hefur birt um íbúðarverð á síðasta ári. Viðskipti innlent 29.4.2009 12:05
Græn byrjun í kauphöllinni Markaðurinn í kauphöllinni byrjar á grænum nótum í dag og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 0,3% í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti innlent 29.4.2009 10:37
N1 tapaði rúmlega 1,1 milljarði í fyrra Tap N1 hf. árið 2008 er kr. 1.111 milljónir kr. eftir skatta á móti 860,9 milljóna kr. hagnaði árið 2007. Viðskipti innlent 29.4.2009 10:10
Segir samningsstöðu Íslands gagnvart ESB vera erfiða Bronwen Maddox helsti dálkahöfundur The Times um erlend málefni segir að samningsstaða Íslands gagnvart Evrópusambandinu muni verða erfið. Ísland sé í augljósri þörf fyrir að skipta út krónunni fyrir annan gjaldmiðil sem sé grunnurinn að því að byggja upp stöðugleika að nýju. Viðskipti innlent 29.4.2009 09:36
Sirius IT hagnaðist um 612 milljónir á síðasta ári Rekstrarhagnaður norræna upplýsingatæknifyrirtækisins Sirius IT, dótturfélags Skipta, fyrir afskriftir og vexti í fyrra nam 1.360 milljónum króna og jókst um 56% frá árinu á undan. Hagnaður fyrir skatta nam 862 milljónum króna, en að teknu tilliti til skatta nam hagnaður ársins 612 milljónum króna. Viðskipti innlent 29.4.2009 09:16
Ársverðbólgan mælist 11,9% Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 15,6%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ári (9,4% fyrir vísitöluna án húsnæðis). Viðskipti innlent 29.4.2009 09:01
Fyrirtæki skila uppgjörum seint og illa „Íslensk fyrirtæki hafa komist upp með það í mörg herrans ár að skila ársreikningum seint og illa. Það er til skammar," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Viðskipti innlent 29.4.2009 08:00
Tyrkneskt vatn flutt inn í plastflöskum „Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ. Viðskipti innlent 29.4.2009 07:30
Skúli í Oz enn í símanum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oz, hefur tekið sæti í stjórn kanadíska tæknifyrirtækisins Airborne Technology Ventures ásamt því að fjárfesta í því fyrir hálfa milljón Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 65 milljóna króna að núvirði. Viðskipti innlent 29.4.2009 04:30
Íslendingar vinna gegn svínaflensunni „Við erum á fullu að vinna í því að setja gáttina upp og fara að vinna gegn svínaflensunni í Mexíkó,“ segir Magnús Ingi Stefánsson, verkefnastjóri hjá TM Software, dótturfélagi Nýherja. Viðskipti innlent 29.4.2009 04:15
Segir skuldir bankanna vera þjóðinni ofviða "Hver er staða þjóðarbúsins? Er Ísland gjaldþrota?“ var yfirskrift hádegisverðarfundar félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem fram fór á Grand Hóteli í gær. Kjartan Guðmundsson fylgdist með umræðunum. Viðskipti innlent 29.4.2009 04:15