Viðskipti innlent

Straumur semur um innistæður í Danmörku

Straumur og bankatryggingasjóður Danmerkur (Finansiel Stabilitet) hafa samið um að allar innistæður hjá Straumi verði borgaðar að fullu. Þetta upplýsir sjóðurinn í tilkynningu í dag.

Samkvæmt samkomulaginu mun sjóðurinn borga út innistæðurnar, þar með talið bankatryggingu upp á 300.000 danskra kr. sem er á hverjum innistæðureikningi í bankanum.

Þeir viðskiptavinir Straums sem þegar höfðu fengið borgað inn á skuldir sínar af sjóðnum á tímabilinu frá 9. mars fram til 24. apríl s.l. munu fá afganginn borgaðan beint frá Straumi.

Ennfremur mun Straumur tryggja að allar kröfur viðskiptavina sem hafa fallið á bankann muni verða greiddar upp. Þannig mun sjóðurinn ekki bera fjárhagslegt tjón af yfirtöku íslenska fjármálaeftirlitsins á Straumi fyrr í vetur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×