Viðskipti innlent

Marel kynnir nýjan skammtaskera í Brussel

Marel kynnti í dag nýjan skammtaskera á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem nú stendur yfir.

Það voru þeir Theo Hoen forstjóri Marel og Sigsteinn Grétarsson framkvæmdastjóri sem afhjúpuðu hina nýju vélasamstæðu sem hlotið hefur nafnið I-Cut 10 PortionCutter.

Samkvæmt tilkynningu getur i-Cut 10 skorið mat í nákvæma skammta á miklum hraða hvort sem er eftir vikt eða stærð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×