Viðskipti innlent

Slitastjórn komin yfir gamla LÍ

Landsbankinn
Landsbankinn

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur að ósk skilanefndar gamla Landsbankans og skipað slitastjórn yfir hana í samræmi við breytingar á lögum um slitameðferð fjármálafyrirtækja, sem samþykkt voru á Alþingi á síðustu dögum þingsins fyrir hálfum mánuði.

Skilanefnd Landsbankans mun ekki taka breytingum en sólarlagsákvæðið svokallaða, sem kvað á um að nefndirnar hættu störfum hálfu ári eftir slitastjórnir væru settar yfir þær, var fellt úr frumvarpinu áður en það varð að lögum.

Með skipan slitastjórnar geta kröfuhafar lýst kröfum í bú gamla bankans innan þess kröfulýsingarfrests sem slitastjórn ákveður. Hún mun taka afstöðu til krafna, gera skrá um þær og halda kröfuhafafund. Slitastjórn hefur einnig það hlutverk að beina ágreiningi sem kann að rísa um lýstar kröfur til úrlausnar dómstóla.

Lárus Finnbogason formaður skilanefndar gamla Landsbankans, segir í tilkynningu skipunina jákvætt skref.

Skilanefndir gamla Kaupþings hefur ekki óskað eftir því að slitastjórn verði settar yfir hana. Ekki náðist í skilanefnd Glitnis vegna málsins. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×