Segir samningsstöðu Íslands gagnvart ESB vera erfiða 29. apríl 2009 09:36 Bronwen Maddox helsti dálkahöfundur The Times um erlend málefni segir að samningsstaða Íslands gagnvart Evrópusambandinu muni verða erfið. Ísland sé í augljósri þörf fyrir að skipta út krónunni fyrir annan gjaldmiðil sem sé grunnurinn að því að byggja upp stöðugleika að nýju. Veikleikinn í stöðu Íslands að mati Maddox er að landið hefur áhuga á að fara í aðildarviðræður við ESB á þeim tímapunkti þegar sambandið er að loka dyrum sínum fyrir aðild fleiri þjóða. ESB mun ekki stækkað frekar fyrr en Írar hafi samþykkt breytingar á nýjum reglum um stjórn ESB en þjóðaratkvæðagreiðsla í Írlandi um málið er áformuð í október á þessu ári. Maddox nefnir einnig að leysa verði deilu Króata og Sloveníu um landhelgismál áður en nýjar þjóðir eigi kost á aðildarviðræðum. „En þrátt fyrir að þessir erfiðleikar leysist eru aðrar þjóðir ESB vel meðvitaðar um örvæntingu Íslands og munu ganga hart eftir því að Íslendingar gefi eftir hvað fiskveiðiréttindi varðar," segir Maddox. „Spánn mun örugglega leggja áherslu á það atriði eftir að Spánn tekur við formennskunni í ESB á næsta ári." Maddox segir að Ísland eigi ekki marga aðra aðgengilega kosti en ESB. Landið verði að spila vel úr veikri hendi og geri best í því að minna ESB á að það eru til aðrir klúbbar sem það geti gengið í. Þar nefnir Maddox upptöku dollarans eða aðildarumsókn að fríverslunarbandalagi ríkjanna í Norður Ameríku. „Frá miðju Atlantshafsins hefur Íslandi ætíð gengið vel að spila Bandaríkin gegn Evrópu og bæði svæðin gegn Rússlandi. Slík hefur skapað trúnaðarbrest en er eftir sem áður besta spilið á hendi Íslands," segir Maddox. Fram kemur í máli Maddox að aðildarviðræður við ESB yrðu Íslendingum sársaukafullar. Fiskveiðiréttindin eru mál sem ekki sé hægt að sópa undir teppið. Staðreyndin sé samt sú að Ísland annist vel um fiskistofna sína en það geri ESB ekki. „Það er vissulega rétt hjá nýrri stjórn að horfa til Brussel. En landið gæti styrkt hendi sína með því að bíða og athuga aðra möguleika," segir Maddox. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Sjá meira
Bronwen Maddox helsti dálkahöfundur The Times um erlend málefni segir að samningsstaða Íslands gagnvart Evrópusambandinu muni verða erfið. Ísland sé í augljósri þörf fyrir að skipta út krónunni fyrir annan gjaldmiðil sem sé grunnurinn að því að byggja upp stöðugleika að nýju. Veikleikinn í stöðu Íslands að mati Maddox er að landið hefur áhuga á að fara í aðildarviðræður við ESB á þeim tímapunkti þegar sambandið er að loka dyrum sínum fyrir aðild fleiri þjóða. ESB mun ekki stækkað frekar fyrr en Írar hafi samþykkt breytingar á nýjum reglum um stjórn ESB en þjóðaratkvæðagreiðsla í Írlandi um málið er áformuð í október á þessu ári. Maddox nefnir einnig að leysa verði deilu Króata og Sloveníu um landhelgismál áður en nýjar þjóðir eigi kost á aðildarviðræðum. „En þrátt fyrir að þessir erfiðleikar leysist eru aðrar þjóðir ESB vel meðvitaðar um örvæntingu Íslands og munu ganga hart eftir því að Íslendingar gefi eftir hvað fiskveiðiréttindi varðar," segir Maddox. „Spánn mun örugglega leggja áherslu á það atriði eftir að Spánn tekur við formennskunni í ESB á næsta ári." Maddox segir að Ísland eigi ekki marga aðra aðgengilega kosti en ESB. Landið verði að spila vel úr veikri hendi og geri best í því að minna ESB á að það eru til aðrir klúbbar sem það geti gengið í. Þar nefnir Maddox upptöku dollarans eða aðildarumsókn að fríverslunarbandalagi ríkjanna í Norður Ameríku. „Frá miðju Atlantshafsins hefur Íslandi ætíð gengið vel að spila Bandaríkin gegn Evrópu og bæði svæðin gegn Rússlandi. Slík hefur skapað trúnaðarbrest en er eftir sem áður besta spilið á hendi Íslands," segir Maddox. Fram kemur í máli Maddox að aðildarviðræður við ESB yrðu Íslendingum sársaukafullar. Fiskveiðiréttindin eru mál sem ekki sé hægt að sópa undir teppið. Staðreyndin sé samt sú að Ísland annist vel um fiskistofna sína en það geri ESB ekki. „Það er vissulega rétt hjá nýrri stjórn að horfa til Brussel. En landið gæti styrkt hendi sína með því að bíða og athuga aðra möguleika," segir Maddox.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Fleiri fréttir Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Sjá meira