Viðskipti innlent

Fjögur félög fresta birtingu á ársreikningum sínum

Fjögur félög hafa sent inn tilkynningu til kauphallarinnar um að þau hafi ákveðið að fresta birtingu á ársreikningum sínum. Þetta eru Kögun, Teymi, 365 hf. og Landsafl ehf.

Til stóð að birta ársreikninga þessara félaga fyrir lok aprílmánaðar.

Í tilkynningum þessara félaga til kauphallarinnar segir að á grundvelli laga um verðbréfaviðskipti er félögum sem eingöngu hafa skráð skuldabréf heimilt að birta ekki ársreikning að því gefnu að lágmarksfjárhæð hvers skuldabréfs sé a.m.k. 50.000 evrur að nafnvirði á útgáfudegi bréfanna.

Teymi, Kögun og 365 segja að ársreikningur þeirra muni liggja fyrir á aðalfundi félagsins. Landsafl tilkynnir hinsvegar ekki hvenær von sé á þeirra reikningi.

365 hf. er útgefandi visir.is












Fleiri fréttir

Sjá meira


×