Viðskipti innlent

N1 tapaði rúmlega 1,1 milljarði í fyrra

Tap N1 hf. árið 2008 er kr. 1.111 milljónir kr. eftir skatta á móti 860,9 milljóna kr. hagnaði árið 2007.

Í tilkynningu segir að rekstrartekjur félagsins námu 43.7 milljörðum kr. samanborið við 30.5 milljarða kr. árið 2007. Hagnaður fyrir afskriftir og leigugjöld nemur 3.4 milljörðum kr. samanborið við 2.3 milljarða kr. árið 2007.

Fjármagnsliðir eru neikvæðir umtæpa 3.4 milljarða kr. árið 2008 en voru neikvæðir um 355 milljónir kr. árið 2007.

Vegna ástands efnahagsmála hefur stjórn N1 ákveðið að auka upplýsingagjöf til fjárfesta. Rekstraryfirlit verður birt á 2ja mánaða fresti og er fyrsta rekstraryfirlitið þegar komið á heimasíðu félagsins.

Bókfært verð eigna félagsins í lok árs 2008 nam 25.3 milljörðum kr. samanborið við 20 milljarða kr. í árslok 2007.

Fastafjármunir hækka um 4.3 milljarða kr. á árinu og nema tæpum 12.3 milljörðum kr. lok þess. Veltufjármunir hafa aukist úr 12 milljörðum kr. í 13 milljarða kr.

Efnahagsreikningurinn stækkar úr 20 milljörðum kr. í 25.3 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×