Viðskipti innlent

Spá verðhjöðnun næsta árið

Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins telja að það verði verðhjöðnun hér á landi litið til næstu tólf mánaða. Spá þeir því að verðbólgan eftir tólf mánuði verði -2,0%. Flestir þessara stjórnenda, eða 73% þeirra, telur að gengi krónunnar muni styrkjast á þessu tímabili og er verðbólguspá þeirra vel skiljanleg í því ljósi enda mikill samdráttur í innlendu efnahagslífi og innflutt verðbólga hverfandi lítil sökum þess erfiða árferðis sem er í heimsbúskapnum.

Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka í dag en þetta eru niðurstöður könnunar Capacent Gallup sem gerð var 3. til 22. mars síðastliðinn. Þá segir að stjórnendurnir telji að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda áfram að lækka vexti á næstunni og spá þeir því að nefndin verði komin með stýrivexti bankans niður í 8,4% í mars á næsta ári en vextir bankans eru nú 15,5%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×