Viðskipti innlent

Magnús gjaldþrota - flóttatilraunin misheppnaðist

Bú auðmannsins Magnúsar Þorsteinssonar verður tekið til gjaldþrotaskipta en úrskurður þess efnis féll í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í dag. Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki krafðist þess að Magnús yrði tekinn til gjaldþrotaskipta en Magnús sagðist geta staðið undir skuldum sínum við bankann. Magnús flutti einnig lögheimili sitt til Rússlands frá Akureyri rétt áður en krafan var tekin fyrir.

Viðskipti innlent

28 samningum þinglýst í síðustu viku

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 24. apríl til og með 30. apríl 2009 var 28. Þar af voru 22 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli . Þetta kemur fram á heimasíðu Fasteignamats ríkisisins og þar segir einnig að heildarveltan hafi verið 1.436 milljónir króna og meðalupphæð á samning 51,3 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Saka FME og SÍ um brot gegn eignarétti og jafnræðisreglu

Í greinargerð sem 27 bankar víða um heiminn hafa sent frá sér vegna málshöfðunar þeirra á hendur Fjármálaeftirlitinu (FME), Seðlabanka Íslands (SÍ) og ríkisstjórnarinnar út af yfirtökunni á SPRON segir að ákæran snúist m.a. um brot gegn eignarétti og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Viðskipti innlent

Samruni Árvakurs og Þórsmerkur samþykktur

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Árvakur og Þórsmerkur ehf. sem nýlega festi kaup á Árvakri. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að eftirlitið telur að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.

Viðskipti innlent

Sexhundruð manns hafa sótt um teygjulán hjá Íslandsbanka

Rúmlega 600 manns hafa nú sótt um svokölluð teygjulán hjá Íslandsbanka, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Teygjulán eru fyrir þá viðskiptavini bankans sem eru með húsnæðislán í erlendri mynt og fela þau það í sér að viðskiptavinurinn greiðir sömu afborgun af erlendu láni og greitt var 2. maí 2008.

Viðskipti innlent

Niðurgreiðsla íslenskra lána í heimabanka Byrs

Niðurgreiðsla lána er nýjung hjá Byr, sem gerir viðskiptavinum kleift að greiða niður íslensk lán í heimabankanum á einfaldan og aðgengilegan hátt. Greiða má niður flest lán sem tekin hafa verið hjá Byr í íslenskum krónum og einnig lán hjá Íbúðalánasjóði.

Viðskipti innlent

Forstjóri Steypustöðvarinnar vísar ásökunum á bug

Hannes Sigurgeirsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, vísar ásökunum Víglunds Þorsteinssonar stjórnarformanns BM Vallár sem hann lét falla í fréttum Stöðvar 2 í gær, til föðurhúsanna. Víglundur benti á það í gær að forstöðumaður lánaeftirlits Íslandsbanka sé jafnframt stjórnarformaður Steypustöðvarinnar. Að minnsta kosti tvö dæmi eru fyrir því að sögn Víglunds að viðskipti hafi verið færð frá BM Vallá til Steypustöðvarinnar fyrir tilstilli Íslandsbanka.

Viðskipti innlent

Verðhækkanir á fiski

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seld til skyldra aðila, um 10%. Verð á óslægðri ýsu var hækkað um 17% . Ákveðið var að hækka verð á karfa um 13%. Verð þetta gildir frá og með 1. maí 2009 að því er fram kemur á heimasíðu Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Viðskipti innlent

Iceland Express færir sig um set til Gatwick

Iceland Express flýgur frá og með 1. maí til Gatwick flugvallar í London í stað Stansted. „Við höfum um skeið verið að velta fyrir okkur að færa okkur yfir til Gatwick, þaðan er styttra í miðborgina og að mörgu leyti þægilegra fyrir okkar farþega," segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.

Viðskipti innlent

Íslandsbanki segir engar reglur hafa verið brotnar

Íslandsbanki fylgir í öllu tilmælum frá Samkeppnisstofnun um að stuðla að opnu og gagnsæju ferli við meðhöndlun viðskiptavina og til að stuðla að samkeppni á íslenskum markaði eins og kostur er," segir í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér vegna fréttar Stöðvar 2 og Vísis í kvöld um að bankinn hygli fyrirtækjum í þeirra eigu. Í yfirlýsingunni segir að strangar reglur gildi um beina þátttöku

Viðskipti innlent

Fons tekið til gjaldþrotaskipta

Fons, félag athafnamannsins Pálma Haraldssonar, var í dag tekið til gjaldþrotaskipta að ósk stjórnar félagsins. Kröfur í búið nema um tuttugu milljörðum en eignir á móti eru nokkrar auk þess sem félagið á fjóra milljarða inni á bankabók samkvæmt heimildum Vísis.

Viðskipti innlent

Ríkisbankarnir hygla fyrirtækjum í þeirra eigin eigu

Dæmi eru um að ríkisbankarnir hafi milligöngu um óeðlilega fyrirgreiðslu til fyrirtækja í þeirra eigin eigu og háttsettir bankastarfsmenn sitji beggja vegna borðs við afgreiðslu mála. Þetta er engan veginn í lagi, segir stjórnarformaður BM Vallár, sem telur samkeppnisstöðu fyrirtækja verulega skekkta.

Viðskipti innlent

Vextir Nýja Kaupþings munu lækka um 1-3%

Nýji Kaupþing mun lækka inn- og útlánsvexti frá og með 1. maí. Óverðtryggðir vextir lækka á bilinu 2-3% og verðtryggðir vextir lækka um 1%. Í fréttatilkynningu frá bankanum kemur frma að þetta sé gert í ljósi þess að Seðlabankinn hafi hafið vaxtalækkunarferli.

Viðskipti innlent

Standa fyrir ókeypis námskeiði í stofnun fyrirtækja

Nokkrir háskólanemendur hafa tekið sig saman til að berjast gegn samdrættinum og atvinnuleysinu sem Íslendingar horfast nú í augu við. Þeir hafa ákveðið að fara af stað með frítt námskeið í stofnun fyrirtækja. Í tilkynningu segir að um sé að ræða þriggja mánaða námskeið þar sem þáttakendur fara í gegnum allt ferlið við það að stofna fyrirtæki, „allt frá því að hugmynd kviknar og þangað til að hugmyndin er orðin að rekstri sem skilar reglulegum tekjum. Kennt verður tvö kvöld í viku og byrjar kennslan 18. maí næstkomandi.

Viðskipti innlent

Enn lækkar afurðaverð

Verð á íslenskum sjávarafurðum lækkaði um 1,5 prósent í mars mælt í erlendri mynt og var þetta níundi mánuðurinn í röð sem verðið lækkar. Það er nú jafn hátt og í mars 2006, samkvæmt nýrri greiningu IFS.

Viðskipti innlent