Viðskipti innlent

Spáir 8-9 milljarða hagstæðum vöruskiptajöfnuði í apríl

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vöruskiptajöfnuðurinn í apríl verði á svipuðum nótum og í mars eða hagstæður um 8 til 9 milljarða kr.

Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi hagfræðideildarinnar en von er á bráðbirgðatölum um vöruskiptajöfnuðinn á miðvikudag.

Eins og kunnugt er af fréttum hefur verulega dregið úr innflutningi til landsins á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Mun þar mest um bílainnflutning sem hefur dregist saman um 84% milli áranna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×