Viðskipti innlent

28 samningum þinglýst í síðustu viku

MYND/Páll

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 24. apríl til og með 30. apríl 2009 var 28. Þar af voru 22 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli . Þetta kemur fram á heimasíðu Fasteignamats ríkisisins og þar segir einnig að heildarveltan hafi verið 1.436 milljónir króna og meðalupphæð á samning 51,3 milljónir króna. Á sama tímabili í fyrra voru gerðir 56 samningar og árið 2007 voru þeir 193 talsins.

„Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum*. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 4 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 128 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,6 milljónir króna," segir ennfremur.

Á Akureyri voru 9 samningar gerðir á sama tíma. „Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli, 3 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 183 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20,3 milljónir króna." Engum samningi var þinglýst á Árborgarsvæðinu.

Heimasíða Fasteignamats ríkisins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×