Viðskipti innlent

Vextir Nýja Kaupþings munu lækka um 1-3%

Bankinn telur unnt að lækka vexti í ljósi þess að stýrivaxtalækkunarferli Seðlabankans er hafið.
Bankinn telur unnt að lækka vexti í ljósi þess að stýrivaxtalækkunarferli Seðlabankans er hafið.
Nýji Kaupþing mun lækka inn- og útlánsvexti frá og með 1. maí. Óverðtryggðir vextir lækka á bilinu 2-3% og verðtryggðir vextir lækka um 1%. Í fréttatilkynningu frá bankanum kemur frma að þetta sé gert í ljósi þess að Seðlabankinn hafi hafið vaxtalækkunarferli.

Vextir óverðtryggðra skuldabréfa hafa lækkað um 4,9% á árinu og verðtryggðra lána um 2%. Á sama tíma hafa stýrivextir Seðlabankans lækkað um 2,5%.

Eftir lækkunina eru vextir framfærslulána námsmanna vegna LÍN 11% sem eru þeir lægstu á markaðinum.

Áður hafið Landsbankinn lækkað vexti og skorað á aðra banka og sparisjóði að gera slíkt hið sama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×