Viðskipti innlent

Gjaldþrot Fons hefur ekki áhrif á rekstur Ticket Travel

Gjaldþrot Fons mun ekki hafa nein áhrif á rekstur sænsku ferðaskrifstofunnar Ticket Travel Group. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ferðaskrifstofunni til kauphallarinnar í Stokkhólmi í morgun.

Í tilkynningunni segir að ekki sé um neinar fjárhagsskuldbindingar að ræða milli Fons og Ticket og því sé það mat stjórnar Ticket að gjaldþrotið hafi engin áhrif á rekstur og afkomu ferðaskrifstofunnar.

Fons á rúmlega 29% eignarhlut í Ticket og mann í stjórn ferðaskrifstofunnar. Þá segir að boðuð hlutafjáraukning í Ticket sem ákveðin var af stjórninni þann 28. apríl s.l. muni verða á áætlun þrátt fyrir gjaldþrot Fons.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×