Viðskipti innlent

Álverð rýkur upp á markaðnum í London

Álverð hefur verið í töluverðri uppsveiflu á markaðnum í London (LME) í morgun. Hefur það hækkað um 3,4% það sem af er degi og stendur nú í tæpum 1.520 dollurum á tonnið.

Hér er um þriggja mánaða verð hjá kaupendum að ræða. Fyrir helgina eða 30. apríl stóð verðið í 1.468 dollurum en í morgun hefur það rokið upp í tæpa 1.520 dollara eins og áður segir eða hátt í 50 dollara á tonnið.

Þessi uppsveifla endurspeglast síðan í gengi Century Aluminium (Norðurál) í kauphöllinni í morgun en þar hafa hlutir í félaginu hækkað um tæp 30% í fyrstu viðskiptum dagsins.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×