Viðskipti innlent

Össur hf. tilbúinn að skoða krónubréfakaup

Össur hf. er tilbúinn að skoða kaup á krónubréfum ef til þess kæmi. Jón Sigurðsson forstjóri Össurar segir að hinsvegar hafi enginn haft tal af þeim vegna málsins.

„Staðan er þannig hjá okkur að við höfum ekki neina þörf til að fjármagna okkur í krónum," segir Jón. „Hinsvegar erum við tilbúnir til að skoða mál af þessu tagi ef eftir því verður leitað."

Það að Össur hafi ekki þörf fyrir krónur skýrist af því hve lítill hluti af starfsemi félagsins í heildina er staðsettur á Íslandi. Hinsvegar gæti félagið séð sér hag í að kaupa eitthvað af krónubréfum ef hagstæðir samningar tækjust um slíkt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×