Ríkisskattstjóri: Tæplega 300 aflandsfélög til skoðunar Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 1. maí 2009 18:36 Ríkisskattstjóri hefur nú á þriðja hundrað félaga til skoðunar sem stofnuð hafa verið á Bresku Jómfrúareyjunum. Búið er að greina eignartengsl á mörgum þeirra en félögin tengjast í mörgum tilvikum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. Ríkisskattstjóri hefur undanfarið unnið að því að greina eignarhald á íslenskum fyrirtækjum og tengsl íslenskra aðila, einstaklinga sem fyrirtækja, við erlend félög í skattaskjólum. Félögin sem um ræðir skipta hundruðum. Til þess að greina tengslin við Ísland hefur ríkisskattstjóri farið yfir opinberar skráningar hérlendis og erlendis. Þá hefur verið litið til þess hvort félögin beri íslenskt nafn eða nafn sem er þekkt hér á landi, hvort hlutaféð sé skráð í íslenskum krónum, hvort stjórnarmenn eða prókúruhafar séu Íslendingar, hvort heimilisfang félaganna sé skráð hjá t.d. erlendum dótturfélögum íslensku bankanna eða hvort íslenskir aðilar hafi komið að því að skrá erlendu félögin hér á landi vegna bankaviðskipta. Samkvæmt heimildum fréttastofu skoðar Ríkisskattstjóri nú á þriðja hundrað félög sem flest eru með heimilisfesti á Bresku jómfrúareyjunum. Leiðin þangað lá í flestum tilvikum í gegnum íslensku bankanna í Lúxemborg. Hér má sjá dæmi um erlend félög sem eru með nöfn sem tengjast Íslandi; Novator Pharma Novator Credit Samson Global Holding Valhamar Baugur Holding Iceland Express Investments Ármúli Holding Ker Holding Iceland Glaciers Products Askja Holding Og hér eru félög sem hafa talið fram í íslenskum krónum: Audur Investment Holding Helga Holding Sorbus Holding Nöfnin á þessum félögum tengjast íslenskum viðskiptamönnum á borð við Björgólfsfeðga, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni í Fons og Ólafi Ólafssyni sem kenndur er við Samskip. Ríkisskattstjóri hefur einnig fengið upplýsingar um félög sem eru á svonefndri utangarðsskrá. Á þeirri skrá eru erlend félög sem hafa haft bankaviðskipti hér á landi en til þess þurftu þau kennitölu. Íslensku bankarnir stofnuðu hundruði slíkra félaga. Hér er dæmi um slík félög en þau eru öll skráð á bresku jómfrúareyjunum. Mosi Holding Ltd. Tario S.A. Hessman Ltd.Crillo S.A. Holt Investment Group Ltd. Um leið og ríkisskattstjóri hefur lokið við að greina hverjir standa að baki allra þessara félaga mun skoðunin beinast að því hvort að eigendur þeirra hafi talið eignatengslin fram og að skattskil hafi verið með þeim hætti sem áskilið er í lögum. Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur nú á þriðja hundrað félaga til skoðunar sem stofnuð hafa verið á Bresku Jómfrúareyjunum. Búið er að greina eignartengsl á mörgum þeirra en félögin tengjast í mörgum tilvikum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. Ríkisskattstjóri hefur undanfarið unnið að því að greina eignarhald á íslenskum fyrirtækjum og tengsl íslenskra aðila, einstaklinga sem fyrirtækja, við erlend félög í skattaskjólum. Félögin sem um ræðir skipta hundruðum. Til þess að greina tengslin við Ísland hefur ríkisskattstjóri farið yfir opinberar skráningar hérlendis og erlendis. Þá hefur verið litið til þess hvort félögin beri íslenskt nafn eða nafn sem er þekkt hér á landi, hvort hlutaféð sé skráð í íslenskum krónum, hvort stjórnarmenn eða prókúruhafar séu Íslendingar, hvort heimilisfang félaganna sé skráð hjá t.d. erlendum dótturfélögum íslensku bankanna eða hvort íslenskir aðilar hafi komið að því að skrá erlendu félögin hér á landi vegna bankaviðskipta. Samkvæmt heimildum fréttastofu skoðar Ríkisskattstjóri nú á þriðja hundrað félög sem flest eru með heimilisfesti á Bresku jómfrúareyjunum. Leiðin þangað lá í flestum tilvikum í gegnum íslensku bankanna í Lúxemborg. Hér má sjá dæmi um erlend félög sem eru með nöfn sem tengjast Íslandi; Novator Pharma Novator Credit Samson Global Holding Valhamar Baugur Holding Iceland Express Investments Ármúli Holding Ker Holding Iceland Glaciers Products Askja Holding Og hér eru félög sem hafa talið fram í íslenskum krónum: Audur Investment Holding Helga Holding Sorbus Holding Nöfnin á þessum félögum tengjast íslenskum viðskiptamönnum á borð við Björgólfsfeðga, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni í Fons og Ólafi Ólafssyni sem kenndur er við Samskip. Ríkisskattstjóri hefur einnig fengið upplýsingar um félög sem eru á svonefndri utangarðsskrá. Á þeirri skrá eru erlend félög sem hafa haft bankaviðskipti hér á landi en til þess þurftu þau kennitölu. Íslensku bankarnir stofnuðu hundruði slíkra félaga. Hér er dæmi um slík félög en þau eru öll skráð á bresku jómfrúareyjunum. Mosi Holding Ltd. Tario S.A. Hessman Ltd.Crillo S.A. Holt Investment Group Ltd. Um leið og ríkisskattstjóri hefur lokið við að greina hverjir standa að baki allra þessara félaga mun skoðunin beinast að því hvort að eigendur þeirra hafi talið eignatengslin fram og að skattskil hafi verið með þeim hætti sem áskilið er í lögum.
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira