Viðskipti innlent

Ríkisbankarnir hygla fyrirtækjum í þeirra eigin eigu

Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður BM Vallá.
Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður BM Vallá.
Dæmi eru um að ríkisbankarnir hafi milligöngu um óeðlilega fyrirgreiðslu til fyrirtækja í þeirra eigin eigu og háttsettir bankastarfsmenn sitji beggja vegna borðs við afgreiðslu mála. Þetta er engan veginn í lagi, segir stjórnarformaður BM Vallár, sem telur samkeppnisstöðu fyrirtækja verulega skekkta.

Fjölmörg fyrirtæki eru nú rekin beint eða óbeint af ríkisbönkunum, en orðrómur er um að þau fái aðra og betri fyrirgreiðslu en önnur fyrirtæki. Samtök iðnaðarins telja að skil milli eðlilegrar bankastarfsemi og eignarhalds á samkeppnisfyrirtækjum kunni að vera blandað saman með óeðlilegum hætti og hafa sent bréf með fyrirspurn um reglur og vinnulag til stjórnenda bankanna. Steypufyrirtækið BM Vallá er staðfest dæmi um skekkta samkeppnisstöðu.

Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður BM Vallá, segir að í tvígang hafi viðskipti verið færð frá BM Vallá til Steypustöðvarinnar, annars vegar vegna þrýstings úr Íslandsbanka og hins vegar vegna þess að Íslandsbanki fjármagnar framkvæmdir verktaka. Að hans sögn eru hæg heimatökin því forstöðumaður lánaeftirlits Íslandsbanka er jafnframt stjórnarformaður Steypustöðvarinnar og situr því beggja vegna borðs.

„Þannig er það samkvæmt hlutafélagaskrá og er engan veginn í lagi. Þess vegna kvörtuðum við formlega og óskuðum eftir viðbrögðum og svörum," segir Víglundur.

Fleiri dæmi eru um slík hagsmunatengsl og segir Víglundur þau ólíðandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×