Viðskipti innlent Kaupþing endurgreiðir öll innlán í erlendum útibúum Um leið og Kaupþing hefur lokið við að endurgreiða þýskum eigendum Edge reikninga þar í landi hefur bankinn greitt öll innlán í erlendum útibúum móðurfélagsins. Viðskipti innlent 13.7.2009 15:28 Stjórnendur búast við enn frekari verslunarsamdrætti Horfur eru á að verslun gæti dregist enn frekar saman á næstunni og lítilsháttar fækkun verði í fjölda starfsmanna. Þetta á sérstaklega við um litlar verslanir. Í niðurstöðum könnunar sem Rannsóknasetur verslunarinnar gerði nýlega meðal stjórnenda í verslun kom þetta fram. Viðskipti innlent 13.7.2009 15:09 Skyggnir hlýtur gæðavottun frá BSI British Standard Institute (BSI) hefur veitt rekstrar- og hýsingarfélaginu Skyggni vottun um upplýsinga-, öryggis- og stjórnkerfi fyrir árið 2009. Skyggnir hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004 og er hún árlega tekin út af fulltrúum BSI. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Skyggni en félagið er eitt af dótturfélögum Nýherja. Viðskipti innlent 13.7.2009 14:23 Ríkisvíxlar fyrir 40 milljarða seldir í morgun Alls voru ríkisvíxlar fyrir 40 milljarða kr. seldir í útboði með tilboðsfyrirkomulagi hjá Seðlabanka Íslands í morgun. Þetta er helmingi hærri upphæð en í útboðinu sem haldið var í maí s.l. þegar tilboðum fyrir 20 milljarða kr. var tekið. Viðskipti innlent 13.7.2009 12:02 Sekt Véla og Verkfæra ehf. lækkuð um 5 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að Vélar og Verkfæri ehf. hefðu misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Hinsvegar sektin fyrir athæfið lækkuð um 5 milljónir kr., úr 15 og í 10 milljónir kr. Viðskipti innlent 13.7.2009 11:22 Kreppan hefur áhrif á verð moldarkofa í Gíneu Það er ekki einungis á Íslandi sem efnahagslægðin í heiminum skýtur niður fæti sínum af fullum þunga en lækkandi fasteignaverð á vesturlöndum teygir anga sína alla leið til vestur-Afríku ríkisins Gíneu. Þar í landi er lítið fjallaþorp, Nionsomoridou, sem notið hefur góðærisins undanfarin ár. Leiguverð á litlum gluggalausum moldarkofum með stráþaki hefur fallið úr jafngildi 20 bandaríkjadala niður í 6,5 dali á mánuði. Viðskipti innlent 13.7.2009 11:02 Google valdi Finnland í stað Íslands fyrir tölvumiðstöð Tölvurisinn Google hafði um skeið mikinn áhuga á því að reisa tölvumiðstöð á Íslandi og hefur víst enn. Hinsvegar valdi Google Finnland fram yfir Ísland fyrsta kastið og keypti hina aflögðu pappírsverksmiðju Summa fyrir utan Helsingfors undir miðstöðina en verksmiðjan kostaði um 7,2 milljarða kr. Viðskipti innlent 13.7.2009 10:31 íslenskir embættismenn hunsuðu slæma stöðu bankanna Miklir vankantar voru á viðbrögðum Breska fjármálaráðuneytisins við falli íslensku bankanna en íslenskir embættismenn voru óskýrir, mótsagnakenndir og langt frá því að vera nógu samvinnuþýðir í samningaumleitunum við bresk yfirvöld. Viðskipti innlent 13.7.2009 10:16 Kæra Valitor til Samkeppniseftirlitsins Kortaþjónustan hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum og nokkrum tilteknum skilmálum þeirrar sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið á síðastliðnu ári. Viðskipti innlent 13.7.2009 10:03 Plastiðjan semur við Greiner Packaging Forsvarsmenn Plastiðjunnar á Selfossi hafa náð hagstæðum samningum við Greiner Packaging, einn stærsta matvælaumbúðaframleiðanda Evrópu, um innleiðingu og þjálfun starfsmanna Plastiðjunnar. Viðskipti innlent 13.7.2009 05:59 Spáir lítilsháttar lækkun á verðbólgunni í júlí Gangi spá hagfræðideildar Landsbankans eftir verður 12 mánaða verðbólga 11,6% í júlí og lækkar úr 12,2% í mánuðinum á undan. 12 mánaða verðbólga hefur ekki verið lægri frá því í mars 2008. Viðskipti innlent 11.7.2009 18:21 Leggja fram frumvarp svo fyrrum starfsmenn Spron fái greidd laun Viðskiptanefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Nefndin vonar að með frumvarpinu verði hægt að greiða rúmlega 100 fyrrverandi starfsmönnum Spron laun. Starfsmennirnir hafa ekki fengið greidd laun frá mánaðarmótum vegna lagatúlkunar skiptanefndar sparisjóðsins. Viðskipti innlent 11.7.2009 16:00 Samningarnir forsenda endurreisnarinnar Samningar íslenskra stjórnvalda um þau bresku og hollensku um Icesave-reikninganna eru forsenda þess að sú endurreisn íslensks efnahagslífs og nú er hafin nái fram að ganga. Þetta er mat Jónasar Haralz, fyrrverandi bankastjóra, og Gylfa Zoega, hagfræðings, en þeir rita saman grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Viðskipti innlent 11.7.2009 13:14 Primera gerir viðhaldsamning Íslenska flugfélagið Primera Air hefur gert samning um viðhald og viðgerðir við singapúrska fyrirtækið ST Aerospace. Virði samningsins er um 32,5 milljónir dala. Um tvo samninga er að ræða og felur sá fyrri í sér að fyrirtækið er ætíð viðbúið til viðgerða auk þess sem að útvega varahluti. Jafnframt var undirritaður samningur um lendingarbúnað. Viðskipti innlent 11.7.2009 06:00 Atvinnuleysi á niðurleið Skráð atvinnuleysi í júní 2009 var 8,1 prósent eða að meðaltali 14.091 manns. Atvinnuleysi hefur dregist saman um 3,5 prósentustig að meðaltali frá því í maí eða um 504 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,1 prósent eða 1.842 manns. Atvinnuleysi var meira meðal karla en 8.484 karlar voru atvinnulausir í síðasta mánuði en 5.607 konur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnumálastofnun. Viðskipti innlent 11.7.2009 03:15 Fréttaskýring: Ráðgjöfin í kvótanum ræður úthlutun Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur valið að fara í nær öllu sem máli skiptir eftir ráðgjöf Hafrannsóknar við úthlutun á kvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Ráðherrann hefur þó fyrst í samráði við Alþjóða hafrannsóknarráðið ákveðið að leyfilegur hámarksafli af þorski miðist við 20% úr viðmiðunarstofni. Eitt sinn var nokkur sátt um að hafa hlutfallið nokkrum prósentum hærra, þó ekki yfir 25%. Viðskipti innlent 10.7.2009 18:43 Bakkavör hækkaði um 3,31% Velta með ríkisskuldabréf í Kauphöllinni nam tæpum sex milljörðum króna í dag. Hlutabréfavelta nam 42 milljónum króna og hækkuðu bréf Bakkavarar um 3,31% í viðskiptum dagsins. Hlutabréf í Marel lækkuðu um 1,81% og bréf Færeyjabanka lækkuðu um 0,83%. Verð annarra hlutabréfa hreyfðist ekki. Viðskipti innlent 10.7.2009 16:37 Starfsánægja Íslandsbankafólks í sögulegu hámarki „Við vorum að fá niðurstöðu úr svona starfsmannakönnun þar sem er verið að mæla starfsánægju, og í henni kemur fram að starfsandi í bankanum er í sögulegu hámarki," segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka í viðtali við netvarpið.is. Hún segir að starfsmenn bankans hafi verið miður sín eftir bankahrunið en öflugri stefnumótunarvinnu. Viðskipti innlent 10.7.2009 13:34 Íslandsbanki ekki með beina eignaraðild að GGE Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni Geysis Green Energy (GGE) og aðkomu Íslandsbanka að félaginu skal áréttað að ekki er um að ræða beina eignaraðild Íslandsbanka að Geysi Green Energy. Viðskipti innlent 10.7.2009 13:12 Atvinnuleysi minnkar um 3,5% að meðaltali milli mánaða Skráð atvinnuleysi í júní var 8,1% eða að meðaltali 14.091 manns og minnkar atvinnuleysi um 3,5% að meðaltali frá maí eða um 504 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,1%, eða 1.842 manns. Viðskipti innlent 10.7.2009 13:06 Óvissa um afnám gjaldeyrishafta veikir gengi krónunnar Lítil trú virðist vera á krónunni og gríðarleg óvissa ríkir varðandi framtíð gjaldeyrishaftanna og hvenær þau verða afnumin. Óvissan veikir gengi krónunnar. Í stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins segir að tímasett áætlun verði lögð fram fyrir 1. ágúst næstkomandi um afnám hafta. Viðskipti innlent 10.7.2009 12:48 Ríkisbréfaeign útlendinga minnkaði töluvert í júní Eign útlendinga í ríkisverðbréfum minnkaði talsvert í júní en þeir eiga þó enn um það bil 180 milljarða kr. að nafnvirði í ríkisbréfum og víxlum. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs til erlendra fjárfesta eru því enn verulegar. Viðskipti innlent 10.7.2009 12:38 Seðlabankastjóri lagði fram upplýsingar um erlenda skuldastöðu Íslands Svein Harald Oygard, seðlabankastjóri lagði fram upplýsingar um erlenda skuldastöðu Íslands ásamt mati Seðlabankans á greiðslubyrði vegna Icesave samninganna á sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar og fjárlaganefndar í morgun. Þar fór hann fram á að þingmenn héldu trúnaði um upplýsingarnar í óákveðinn tíma. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2. Viðskipti innlent 10.7.2009 12:32 Um 200 manns starfa hjá skilanefndum gömlu bankanna Gera má ráð fyrir að um 200 manns starfi hjá skilanefndum þrotabúa Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Rúmlega 60 manns starfa hjá skilanefnd Kaupþings Ef gert er ráð fyrir að fjöldi starfsmanna sé svipaður hjá skilanefndum Glitnis og Landsbankans þýðir að um 200 manns starfa hjá skilanefndum bankanna. Viðskipti innlent 10.7.2009 12:21 Gengishrun íslensku krónunnar með því mesta í sögunni Raungengi íslensku krónunnar féll um rúm 44% frá því í lok júní 2007 þar til í lok nóvember 2008, miðað við körfu 58 mynta heims samkvæmt útreikningum Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS). Viðskipti innlent 10.7.2009 08:12 Þór Sigfússon formaður SA fer í frí Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar. Viðskipti innlent 9.7.2009 18:24 Rúmlega 12 milljarða velta með skuldabréf Velta með skuldabréf nam rúmum 12 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag eða Nasdaq OMX eins og Kauphöllin heitir réttilega. Þessi 12 milljarða króna skuldabréfavelta átti sér stað í 102 viðskiptum. Viðskipti innlent 9.7.2009 17:39 Ekki var haft samráð við FME um fjárfestingar Sjóvár Vátryggingafélagið Sjóvá hafði ekki samráð við Fjármálaeftirlitið varðandi fjárfestingar sínar. Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins vegna orða Þórs Sigfússonar, fyrrum forstjóra Sjóvár, á Vísi 7. júlí. Viðskipti innlent 9.7.2009 15:46 Rót efnahagsvanda Íslendinga Rót efnahagsvanda Íslendinga er sú að viðskiptaumhverfinu á Íslandi skorti lagaumhverfi en viðskiptaumhverfið gerði bönkunum kleyft að stækka óeðlilega mikið. Viðskipti innlent 9.7.2009 14:43 ESB samþykkir lán Lúxemborgar til Kaupþings Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins hefur samþykkt 320 milljón evra, eða tæplega 58 milljarða kr. lán stjórnvalda í Lúxemborg til Kaupþings. Þar með fá belgískir innistæðueigendur Edge-reikninga hjá útibúi Kaupþings þar í landi fé sitt endurgreitt. Viðskipti innlent 9.7.2009 13:47 « ‹ ›
Kaupþing endurgreiðir öll innlán í erlendum útibúum Um leið og Kaupþing hefur lokið við að endurgreiða þýskum eigendum Edge reikninga þar í landi hefur bankinn greitt öll innlán í erlendum útibúum móðurfélagsins. Viðskipti innlent 13.7.2009 15:28
Stjórnendur búast við enn frekari verslunarsamdrætti Horfur eru á að verslun gæti dregist enn frekar saman á næstunni og lítilsháttar fækkun verði í fjölda starfsmanna. Þetta á sérstaklega við um litlar verslanir. Í niðurstöðum könnunar sem Rannsóknasetur verslunarinnar gerði nýlega meðal stjórnenda í verslun kom þetta fram. Viðskipti innlent 13.7.2009 15:09
Skyggnir hlýtur gæðavottun frá BSI British Standard Institute (BSI) hefur veitt rekstrar- og hýsingarfélaginu Skyggni vottun um upplýsinga-, öryggis- og stjórnkerfi fyrir árið 2009. Skyggnir hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004 og er hún árlega tekin út af fulltrúum BSI. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Skyggni en félagið er eitt af dótturfélögum Nýherja. Viðskipti innlent 13.7.2009 14:23
Ríkisvíxlar fyrir 40 milljarða seldir í morgun Alls voru ríkisvíxlar fyrir 40 milljarða kr. seldir í útboði með tilboðsfyrirkomulagi hjá Seðlabanka Íslands í morgun. Þetta er helmingi hærri upphæð en í útboðinu sem haldið var í maí s.l. þegar tilboðum fyrir 20 milljarða kr. var tekið. Viðskipti innlent 13.7.2009 12:02
Sekt Véla og Verkfæra ehf. lækkuð um 5 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að Vélar og Verkfæri ehf. hefðu misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Hinsvegar sektin fyrir athæfið lækkuð um 5 milljónir kr., úr 15 og í 10 milljónir kr. Viðskipti innlent 13.7.2009 11:22
Kreppan hefur áhrif á verð moldarkofa í Gíneu Það er ekki einungis á Íslandi sem efnahagslægðin í heiminum skýtur niður fæti sínum af fullum þunga en lækkandi fasteignaverð á vesturlöndum teygir anga sína alla leið til vestur-Afríku ríkisins Gíneu. Þar í landi er lítið fjallaþorp, Nionsomoridou, sem notið hefur góðærisins undanfarin ár. Leiguverð á litlum gluggalausum moldarkofum með stráþaki hefur fallið úr jafngildi 20 bandaríkjadala niður í 6,5 dali á mánuði. Viðskipti innlent 13.7.2009 11:02
Google valdi Finnland í stað Íslands fyrir tölvumiðstöð Tölvurisinn Google hafði um skeið mikinn áhuga á því að reisa tölvumiðstöð á Íslandi og hefur víst enn. Hinsvegar valdi Google Finnland fram yfir Ísland fyrsta kastið og keypti hina aflögðu pappírsverksmiðju Summa fyrir utan Helsingfors undir miðstöðina en verksmiðjan kostaði um 7,2 milljarða kr. Viðskipti innlent 13.7.2009 10:31
íslenskir embættismenn hunsuðu slæma stöðu bankanna Miklir vankantar voru á viðbrögðum Breska fjármálaráðuneytisins við falli íslensku bankanna en íslenskir embættismenn voru óskýrir, mótsagnakenndir og langt frá því að vera nógu samvinnuþýðir í samningaumleitunum við bresk yfirvöld. Viðskipti innlent 13.7.2009 10:16
Kæra Valitor til Samkeppniseftirlitsins Kortaþjónustan hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum og nokkrum tilteknum skilmálum þeirrar sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið á síðastliðnu ári. Viðskipti innlent 13.7.2009 10:03
Plastiðjan semur við Greiner Packaging Forsvarsmenn Plastiðjunnar á Selfossi hafa náð hagstæðum samningum við Greiner Packaging, einn stærsta matvælaumbúðaframleiðanda Evrópu, um innleiðingu og þjálfun starfsmanna Plastiðjunnar. Viðskipti innlent 13.7.2009 05:59
Spáir lítilsháttar lækkun á verðbólgunni í júlí Gangi spá hagfræðideildar Landsbankans eftir verður 12 mánaða verðbólga 11,6% í júlí og lækkar úr 12,2% í mánuðinum á undan. 12 mánaða verðbólga hefur ekki verið lægri frá því í mars 2008. Viðskipti innlent 11.7.2009 18:21
Leggja fram frumvarp svo fyrrum starfsmenn Spron fái greidd laun Viðskiptanefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Nefndin vonar að með frumvarpinu verði hægt að greiða rúmlega 100 fyrrverandi starfsmönnum Spron laun. Starfsmennirnir hafa ekki fengið greidd laun frá mánaðarmótum vegna lagatúlkunar skiptanefndar sparisjóðsins. Viðskipti innlent 11.7.2009 16:00
Samningarnir forsenda endurreisnarinnar Samningar íslenskra stjórnvalda um þau bresku og hollensku um Icesave-reikninganna eru forsenda þess að sú endurreisn íslensks efnahagslífs og nú er hafin nái fram að ganga. Þetta er mat Jónasar Haralz, fyrrverandi bankastjóra, og Gylfa Zoega, hagfræðings, en þeir rita saman grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Viðskipti innlent 11.7.2009 13:14
Primera gerir viðhaldsamning Íslenska flugfélagið Primera Air hefur gert samning um viðhald og viðgerðir við singapúrska fyrirtækið ST Aerospace. Virði samningsins er um 32,5 milljónir dala. Um tvo samninga er að ræða og felur sá fyrri í sér að fyrirtækið er ætíð viðbúið til viðgerða auk þess sem að útvega varahluti. Jafnframt var undirritaður samningur um lendingarbúnað. Viðskipti innlent 11.7.2009 06:00
Atvinnuleysi á niðurleið Skráð atvinnuleysi í júní 2009 var 8,1 prósent eða að meðaltali 14.091 manns. Atvinnuleysi hefur dregist saman um 3,5 prósentustig að meðaltali frá því í maí eða um 504 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,1 prósent eða 1.842 manns. Atvinnuleysi var meira meðal karla en 8.484 karlar voru atvinnulausir í síðasta mánuði en 5.607 konur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnumálastofnun. Viðskipti innlent 11.7.2009 03:15
Fréttaskýring: Ráðgjöfin í kvótanum ræður úthlutun Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur valið að fara í nær öllu sem máli skiptir eftir ráðgjöf Hafrannsóknar við úthlutun á kvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Ráðherrann hefur þó fyrst í samráði við Alþjóða hafrannsóknarráðið ákveðið að leyfilegur hámarksafli af þorski miðist við 20% úr viðmiðunarstofni. Eitt sinn var nokkur sátt um að hafa hlutfallið nokkrum prósentum hærra, þó ekki yfir 25%. Viðskipti innlent 10.7.2009 18:43
Bakkavör hækkaði um 3,31% Velta með ríkisskuldabréf í Kauphöllinni nam tæpum sex milljörðum króna í dag. Hlutabréfavelta nam 42 milljónum króna og hækkuðu bréf Bakkavarar um 3,31% í viðskiptum dagsins. Hlutabréf í Marel lækkuðu um 1,81% og bréf Færeyjabanka lækkuðu um 0,83%. Verð annarra hlutabréfa hreyfðist ekki. Viðskipti innlent 10.7.2009 16:37
Starfsánægja Íslandsbankafólks í sögulegu hámarki „Við vorum að fá niðurstöðu úr svona starfsmannakönnun þar sem er verið að mæla starfsánægju, og í henni kemur fram að starfsandi í bankanum er í sögulegu hámarki," segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka í viðtali við netvarpið.is. Hún segir að starfsmenn bankans hafi verið miður sín eftir bankahrunið en öflugri stefnumótunarvinnu. Viðskipti innlent 10.7.2009 13:34
Íslandsbanki ekki með beina eignaraðild að GGE Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni Geysis Green Energy (GGE) og aðkomu Íslandsbanka að félaginu skal áréttað að ekki er um að ræða beina eignaraðild Íslandsbanka að Geysi Green Energy. Viðskipti innlent 10.7.2009 13:12
Atvinnuleysi minnkar um 3,5% að meðaltali milli mánaða Skráð atvinnuleysi í júní var 8,1% eða að meðaltali 14.091 manns og minnkar atvinnuleysi um 3,5% að meðaltali frá maí eða um 504 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,1%, eða 1.842 manns. Viðskipti innlent 10.7.2009 13:06
Óvissa um afnám gjaldeyrishafta veikir gengi krónunnar Lítil trú virðist vera á krónunni og gríðarleg óvissa ríkir varðandi framtíð gjaldeyrishaftanna og hvenær þau verða afnumin. Óvissan veikir gengi krónunnar. Í stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins segir að tímasett áætlun verði lögð fram fyrir 1. ágúst næstkomandi um afnám hafta. Viðskipti innlent 10.7.2009 12:48
Ríkisbréfaeign útlendinga minnkaði töluvert í júní Eign útlendinga í ríkisverðbréfum minnkaði talsvert í júní en þeir eiga þó enn um það bil 180 milljarða kr. að nafnvirði í ríkisbréfum og víxlum. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs til erlendra fjárfesta eru því enn verulegar. Viðskipti innlent 10.7.2009 12:38
Seðlabankastjóri lagði fram upplýsingar um erlenda skuldastöðu Íslands Svein Harald Oygard, seðlabankastjóri lagði fram upplýsingar um erlenda skuldastöðu Íslands ásamt mati Seðlabankans á greiðslubyrði vegna Icesave samninganna á sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar og fjárlaganefndar í morgun. Þar fór hann fram á að þingmenn héldu trúnaði um upplýsingarnar í óákveðinn tíma. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2. Viðskipti innlent 10.7.2009 12:32
Um 200 manns starfa hjá skilanefndum gömlu bankanna Gera má ráð fyrir að um 200 manns starfi hjá skilanefndum þrotabúa Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Rúmlega 60 manns starfa hjá skilanefnd Kaupþings Ef gert er ráð fyrir að fjöldi starfsmanna sé svipaður hjá skilanefndum Glitnis og Landsbankans þýðir að um 200 manns starfa hjá skilanefndum bankanna. Viðskipti innlent 10.7.2009 12:21
Gengishrun íslensku krónunnar með því mesta í sögunni Raungengi íslensku krónunnar féll um rúm 44% frá því í lok júní 2007 þar til í lok nóvember 2008, miðað við körfu 58 mynta heims samkvæmt útreikningum Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS). Viðskipti innlent 10.7.2009 08:12
Þór Sigfússon formaður SA fer í frí Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar. Viðskipti innlent 9.7.2009 18:24
Rúmlega 12 milljarða velta með skuldabréf Velta með skuldabréf nam rúmum 12 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag eða Nasdaq OMX eins og Kauphöllin heitir réttilega. Þessi 12 milljarða króna skuldabréfavelta átti sér stað í 102 viðskiptum. Viðskipti innlent 9.7.2009 17:39
Ekki var haft samráð við FME um fjárfestingar Sjóvár Vátryggingafélagið Sjóvá hafði ekki samráð við Fjármálaeftirlitið varðandi fjárfestingar sínar. Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins vegna orða Þórs Sigfússonar, fyrrum forstjóra Sjóvár, á Vísi 7. júlí. Viðskipti innlent 9.7.2009 15:46
Rót efnahagsvanda Íslendinga Rót efnahagsvanda Íslendinga er sú að viðskiptaumhverfinu á Íslandi skorti lagaumhverfi en viðskiptaumhverfið gerði bönkunum kleyft að stækka óeðlilega mikið. Viðskipti innlent 9.7.2009 14:43
ESB samþykkir lán Lúxemborgar til Kaupþings Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins hefur samþykkt 320 milljón evra, eða tæplega 58 milljarða kr. lán stjórnvalda í Lúxemborg til Kaupþings. Þar með fá belgískir innistæðueigendur Edge-reikninga hjá útibúi Kaupþings þar í landi fé sitt endurgreitt. Viðskipti innlent 9.7.2009 13:47
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent