Viðskipti innlent

Samkomulag um framtíð Íslandsbanka undirritað

Íslandsbanki, skilanefnd Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, og íslenska ríkið hafa undirritað samninga um uppgjör á milli gamla og nýja bankans og endurfjármögnun Íslandsbanka, að fram kemur í tilkynningu. Samkomulagið felur í sér að erlendir kröfuhafar geti eignast stærsta hluta Íslandsbanka.

Viðskipti innlent

Kröfuhafar geta eignast Íslandsbanka

Skrifað verður undir samkomulag um að erlendir kröfuhafar geti eignast stærsta hluta Íslandsbanka á næstu klukkutímum. Fjármálaráðherra segist vongóður um að kröfuhafar vilji eignast bæði Íslandsbanka og Kaupþing en slíkt hefði í för með sér að íslenska ríkið myndi spara um 70 milljarða í eiginfjárframlagi fyrir þessa tvo banka.

Viðskipti innlent

Breska lögreglan á leið til Íslands vegna viðskiptafélaga Exista

Fulltrúar efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) ætla að koma Íslands vegna rannsóknar sinnar á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista saman tæplega 30% hlut í JJB Sports. Kaupþing lánaði fyrir kaupunum. Mikilvæg gögn í málinu eru talin vera hér á landi.

Viðskipti innlent

Vann gegn markmiðum Seðlabankans

Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag.

Viðskipti innlent

Íslandsbanki í hendur kröfuhafa

Íslandsbanki mun hugsanlega komast í hendurnar á kröfuhöfum samkvæmt frétt Ríkissjónvarpsins um málið. Þar kemur fram að um samkomulag sé að ræða sem var handsalað í júlí síðastliðinum.

Viðskipti innlent

Raungengi krónunnar heldur áfram að lækka

Raungengi krónu er þriðjungi undir langtímameðaltali sínu, hvort sem viðmiðið er verðlag eða laun. Í ágústmánuði lækkaði raungengi krónu um 1% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags samkvæmt nýlega birtum tölum frá Seðlabankanum.

Viðskipti innlent

FME: Skipun Brynju er enn til skoðunnar

Fjármálaeftirlitið (FME) segir að skipun Brynju Halldórsdóttur í stjórn Lífeyrissjóðs verslunnarmanna sé enn til skoðunnar. Það sé því rangt sem haldið var fram af Margréti Kristmannsdóttur að FME hefði ekkert við skipunina að athuga.

Viðskipti innlent

Rauður dagur í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði í dag um 0,9% og stendur í 815 stigum. Ekkert félag hækkaði en mesta lækkunin varð hjá Bakkavör eða 8,6%, Össur lækkaði um 2,3% og Marel um 0,8%.

Viðskipti innlent

Árni Matt: Ræddum við japönsku fjárfestana um áramótin

Árni Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra segir að hann hafi átt viðræður við japanska fjárfesta um hugsanleg kaup þeirra á banka og orkufyrirtækjum hérlendis í kringum síðustu áramót. Fjárfestarnir voru tilbúnir til að setja allt að einum milljarði dollara eða um 125 milljörðum kr. inn í íslenska hagkerfið.

Viðskipti innlent

Launakostnaður jókst á fyrri helming ársins

Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 3,5% frá fyrsta til annars ársfjórðungs í atvinnugreininni samgöngum og flutningum, um 2,6% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og um 2,5% í iðnaði. Á sama tímabili dróst heildarlaunakostnaður á greidda stund saman um 3,5% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Viðskipti innlent