Lífið

Svartur Downey JR veldur fjaðrafoki

Grínmyndin Tropic Thunder, í leikstjórn Ben Stillers er að verða ein umtalaðasta myndin í Bandaríkjunum í dag, þrátt fyrir að hún hafi enn ekki verið frumsýnd. Ástæða umtalsins er sú að í myndinni leikur Robert Downey JR svertingja, eða hvítan mann að leika svertingja öllu heldur. Ben Stiller, sem leikur og leikstýrir myndinni segir að sér hafi ekki órað fyrir því fjaðrafoki sem virðist vera í uppsiglingu en margir gagnrýna framleiðendur myndarinnar fyrir að finna ekki svartan mann til að leika hlutverk Downeys.

Lífið

Britney neitaði að koma fram í nýjasta myndbandinu

Nýtt myndband með poppdrottningunni Britney Spears verður frumsýnt í vikunni. Britney hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir heldur djörf mynbönd þar sem hún hefur skottast um mismikið klædd. Nú verður hins vegar breyting á því Britney heillinni bregður alls ekkert fyrir í myndbandinu sem er við lagið Break the ice.

Lífið

Kosning hafin fyrir Brit verðlaunin - Garðar tilnefndur

Garðar Thor Cortes hefur eins og margir vita verið tilnefndur til Bresku tónlistarverðlaunanna í klassískri tónlist, Classical Brit Awards . Hann er fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér tilnefningu á þessum virtu verðlaunum en áður hefur Björk Guðmundssdóttir hlotið Brit verðlaunin í popptónlist. Hægt er að tryggja Garðari sigur með því að kjósa plötuna á Netinu.

Lífið

92 milljónir söfnuðust í Fiðrildavikunni

Alls söfnuðust rúmar 92 milljónir í Fiðrildaviku UNIFEM sem lauk formlega með galakvöldverði í Frímúrarahöllinni í kvöld. Hluti upphæðinnar er afrakstur uppboðs sem haldið var á galakvöldinu en auk þess safnaðist til að mynda ein milljón króna á brjóstauppboði á föstudagskvöld.

Lífið

Jóakim prins: Fullur á hommabar

Jóakim Danaprins hefur valdið nokkru fjaðrafoki í dönskum fjölmiðlum fyrir það að skella sér á hommabar með vinum sínum, en prinsinn mun að öllu óbreyttu kvænast unnustu sinni Marie Cavallier í maí. Extra Bladet birti í gær myndir af prinsinum þar sem hann slettir ærlega úr klaufunum á hommabarnum Code í Kaupmannahöfn.

Lífið

Seldu hekluð brjóst fyrir milljón

Í gærkvöldi fylltist Saltfélagið af uppboðsglöðum gestum sem allir voru komnir til að bjóða í brjóst. Fjármunirnir sem söfnuðust voru gefnir til Fiðrildaátaks UNIFEM.

Lífið

Íslenskur lagahöfundur slær í gegn í Bandaríkjunum

Lagið Beutiful með söngkonunni Taylor Dane nýtur nú sívaxandi vinsælda vestanhafs og hefur einnig heyrst nokkuð á íslenskum útvarpsþáttum. Það vita það hins vegar fáir að lagið, sem nú er á topp tíu lista Billboard í flokknum "Club dance play", er samið af Íslendingi. Sá heitir Helgi Már Hübner og er hann höfundur og upptökustjóri lagsins.

Lífið

Sir Paul safnar í sarpinn til að eiga fyrir skilnaðinum

Innan tíðar verður hægt að kaupa Bítlalögin á Netinu. Náðst hefur samkomulag um að lögin verði hægt að nálgast á iTunes síðunni og er búist við því að Paul McCartney, Ringo Starr og erfingjar Lennons og Harrisons fái um 200 milljónir punda eða um 27 milljarða íslenskra króna í sinn hlut.

Lífið

Brúðkaups- og kattasýningar um helgina

Undirbúningur fyrir brúðkaupsveislur sumarsins er sjálfsagt kominn vel af stað enda komið fram í mars. Þetta vita sýningarhaldarar og nú er komið að hinni árvissu brúðkaupssýningu Já. Sýningin verður opnuð í Blómavali í Skútuvogi í dag klukkan eitt.

Lífið

Bubbi kastaði upp á hvern skyldi senda heim

Birgir Sævarsson, 19 ára Reykvíkingur, var látinn fara úr Bandinu hans Bubba í kvöld. Birgir náði ekki að heilla kónginn með flutningi sínum á laginu Plush með Stone Temple Pilots en Birgir flutti lagið með íslenskum texta.

Lífið

MR og MA mætast í úrslitum

Það verður Menntaskólinn í Reykjavík sem mætir Menntaskólanum á Akureyri í úrslitaviðureign Gettur betur sem fram fer í Sjónvarpinu næsta föstudagskvöld.

Lífið

DJ Golden Boy spilar á Rex

Á morgun laugardag verður Crystal-kvöld á skemmtistaðnum Rex, en Crystal er vel þekktur næturklúbbur í bæði London og Beirút.

Lífið

Hart í bak sett upp á 10 tímum

Leikfélagið, Vér morðingjar, ætlar að framkvæma einstakan leikhúsgjörning á sunnudaginn með því að setja upp verkið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á 10 klukkustundum. Vignir Rafn Valþórsson leikari segir fyrsta samlestur hefjast klukkan ellefu á sunnudagsmorgun og stefnt er á frumsýningu um kvöldið.

Lífið

Mistök í Gettu betur...aftur?

Menntaskólinn á Akureyri sigraði Menntaskólann við Hamrahlíð 25-24 í æsispennadi keppni í Gettu betur í gærkvöldi. Keppnin var fyrri viðureign undanúrslita þessarar vinsælu spurningakeppni. Akureyringar svöruðu 12 hraðaspurningum rétt en fengu 13 stig. Álitamál er hvort þau hafi fengið einu stigi of mikið.

Lífið

Ellý spáir fyrir keppendum í Bandinu hans Bubba

Spákonan snjalla Ellý Ármannsdóttir rýnir í spilin fyrir keppendurna sem eftir standa í Bandinu hans Bubba. Hún spáir því að karlkyns söngvari verður rekinn heim í kvöld, stelpurnar séu öruggar fram í næstu viku amk.

Lífið

Lítill Presley á leiðinni

Lisa Marie Presley, einkadóttir Elvis Presley á von á sínu þriðja barni í haust með eiginmanninum. Fulltrúi parsins sagði við People tímaritið að þau væru í skýjunum. Þetta er fyrsta barn Lisu og eiginmannsins, gítarleikarans Michaael Lockwood. Þau giftu sig í japan fyrir rúmum tveimur árum.

Lífið

Kjóstu um besta flytjandann

Vísir.is stendur í samstarfi við Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir kosningu um vinsælasta tónlistarflytjandann. Lesendur Vísis geta fram að úrslitakvöldinu kosið sinn uppáhalds flytjanda á vefnum. Kosningin verður í þrennu lagi. Fram til 10 mars geta lesendur sent inn tilnefningar og vikuna fyrir úrslitakvöldið verður kosið á milli þeirra 15 fengu flestar tilnefningar.

Tónlist

Flutt á slysadeild eftir óhapp á æfingu

„Ég hef það nú bara alveg ágætt,“ segir Sólveig Arnarsdóttir leikkona sem slasaðist á æfingu í Þjóðleikhúsinu í gær. Hún var að æfa verk sem nefnist Engispretturnar þegar óhappið varð.

Lífið