Lífið

Tom Clancy snýr aftur

Harðnaglarnir Jack Ryan og John Clark snúa aftur í nýjustu bók Toms Clancy. Bókin á að fjalla um hryðjuverkamenn sem ógna vestrænni menningu og sameinar í fyrsta skipti krafta Jacks Ryan, sonar hans Jacks Ryan Jr. og Johns Clark.

Lífið

Skugga-plötusnúðar í stuði

Plötusnúðarnir Kiddi Bigfoot og Nökkvi Svavarsson byrjuðu að starfa saman á Dejá Vu fyrir sextán árum. Þeir eru enn í fullu fjöri og skemmta nú á Pósthúsinu um helgar undir nafninu Shadow-DJ-S.

Tónlist

Telur að Brynja geti náð á toppinn í tískuheiminum

Jason Valenta starfar sem útsendari á vegum umboðsskrifstofunnar Next, sem er ein elsta og virtasta umboðsskrifstofa heims. Hann er staddur hér á landi til að eiga fund með Andreu Brabin, einum eigenda Eskimo, og fyrirsætunni Brynju Jónbjarnadóttur, en Next hefur boðið henni svokallaðan heimssamning sem þykir einstakur árangur.

Lífið

Á von á sínu fyrsta barni

Handritshöfundur hinnar vinsælu kvikmyndar Juno, Diablo Cody, tilkynnti á Twitter-síðu sinni að hún bæri barn undir belti. „Ég þakka allar heillaóskirnar. Engin leyndarmál hér, mér þótti bara skemmtilegt að sjá hversu stór kúlan yrði áður en fólk færi að veita henni eftirtekt,“ skrifaði Cody á síðunni. Cody er gift Dan Maurio, sem starfar við gerð vinsælla spjallþátta vestanhafs.

Lífið

Heklar frjálsleg hálsmen

Erla Sigurlaug Sigurðardóttir gaf út bókina Prjónaperlur – prjónað frá grasrótinni, ásamt frænku sinni fyrir jól. Erla hefur ekki setið auðum höndum síðan því auk þess að undirbúa útgáfu annarrar prjónabókar, Fleiri prjónaperlur, hefur hún verið að hekla falleg hálsmen sem hlotið hafa heitið Frjálsmen.

Lífið

Hátíð fyrir þroskaða rokkara

„Þetta er í rauninni klassískt rokk-festival,“ segir Sigurður Sverrisson. Hann verður fararstjóri í hópferð fyrir um tuttugu íslenska rokkaðdáendur á High Voltage-hátíðina í London sem verður haldin í fyrsta sinn í júlí. Þar ber hæst tónleika Emerson, Lake og Palmer sem er beðið með mikilli eftirvænting

Lífið

Fóstbræður syngja inn vorið

Árlegir vortónleikar Fóstbræðra fara fram í Langholtskirkju í næstu viku, eða dagana 13., 14., 15. og 17. apríl. Sungin verða sígild kórlög en einnig flutt verk eftir framsækin bandarísk nútímatónskáld eins og Z. Randall Stroope og Randall Thompson. Verk Stroopes verður frumflutt hérlendis og heitir Dies Irae eða Dagur reiði.

Lífið

Love óheppin í ástum

Leikkonan Jennifer Love Hewitt, sem fer með aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Ghost Whisperer, gaf nýverið út bókina How I Shot Cupid, þar sem hún fjallar á einlægan hátt um ástina. Leikkonan segist hafa verið svikin fimm sinnum af kærustum sínum og að það sé eitt það sárasta sem hún hafi upplifað. „Einu sinni komst ég að því í sjónvarpinu. Í annað

Lífið

Íslenskt í beinni hjá Kerrang!

Hljómsveitirnar Sign, Cliff Clavin, For a Minor Reflection, Ourlives, Noise, Ten Steps Away og Nevolution, koma fram á Localice-tónleikum á Nasa í kvöld. Tónleikarnir, sem eru þeir fyrstu hjá Sign í langan tíma, eru haldnir í samstarfi við rokktímaritið Kerrang! og verða þeir sýndir í beinni útsendingu á heimasíðunni Kerrang.com.

Tónlist

Gerði sjampóauglýsingu á Spáni

„Þetta er bara eitt af þessum verkefnum sem detta inn á borð hjá manni,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal. Ólíkt flestum Íslendingum eyddi Reynir ekki páskunum í súkkulaðieggjaát heldur tók upp sjampóauglýsingu í höfuðborg Spánar, Madríd, sem sýna á í flestum Mið-Austurlöndum. Aðalleikararnir í

Lífið

Neistaflug á tökustað

Leikkonan Cameron Diaz og popparinn Justin Timberlake ná vel saman á tökustað nýjustu myndar þeirra, Bad Teacher. Þó að þau hafi hætt saman árið 2007 eftir fjögurra ára ástarsamband hlæja þau mikið saman og grínast.

Lífið

Frægt blaðaviðtal sett á svið

Frægt viðtal við íslensku forsetahjónin úr tímaritinu Condé Nast er efniviður nýrrar leiksýningar í Iðnó. Barnabarn nóbelsskáldsins Halldórs Laxness leikstýrir verkinu.

Lífið

Slúður særir

Söngkonan Black Eyed Peas, Fergie, viðurkenndi í viðtali við tímaritið Elle að hún plati sjálfa sig til að borða ekki óholla fæðu og ímyndar sér til að mynda að franskar kartöflur séu eitraðar. „Ég ímynda mér stundum að franskar kartöflur séu eitraðar. Þegar ég borða eftirrétti þá fæ ég mér aðeins einn munnbita, en ég nýt hvers augnabliks á meðan ég borða hann.“

Lífið

Viktor fékk viðurkenningu

Samtökin Myndstef hafa veitt Viktori Smára Sæmundssyni viðurkenningu fyrir heiðarlega viðskiptahætti við endursölu listaverka. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenningin er veitt.

Lífið

Rökkvi skorar á Dóra DNA í jújítsú

„Ef hann getur ekki pakkað saman hálfgráhærðum karli á fertugsaldri eins og mér ætti hann bara að skammast sín,“ segir uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson. Hann hefur skorað á annan uppistandara, Dóra DNA, að keppa við sig í brasilískri jújítsú-glímu.

Lífið

Sif Ágústs og Matta sitja fyrir hjá Moschino og Diesel

Íslenskar fyrirsætur hafa verið að gera það gott úti í hinum stóra tískuheimi undanfarið og má þar nefna stúlkur á borð við Sif Ágústsdóttur sem sat fyrir í nýrri auglýsingaherferð tískuhússins Moschino auk Brynju Jónbjarnardóttur sem skrifaði nýverið undir samning við Next Model Agency, eina áhrifamestu umboðsskrifstofu heims.

Lífið

Clash of the Titans er stórmynd af bestu gerð

Því er spáð af mörgum fjölmiðlum að stórmyndin Clash of the Titans verði einn af smellum ársins 2010 þótt hugtakið „smellur“ hafi fengið nýja merkingu eftir Avatar-ævintýrið ógurlega. Myndin er stórmynd af bestu gerð enda má ekki minna vera þegar hinir breysku grísku guðir eru annars

Lífið