Lífið

Tom Clancy snýr aftur

Tom Clancy hefur ekki gefið út bók í sjö ár. Nordicphotos/Afp
Tom Clancy hefur ekki gefið út bók í sjö ár. Nordicphotos/Afp
Harðnaglarnir Jack Ryan og John Clark snúa aftur í nýjustu bók Toms Clancy. Bókin á að fjalla um hryðjuverkamenn sem ógna vestrænni menningu og sameinar í fyrsta skipti krafta Jacks Ryan, sonar hans Jacks Ryan Jr. og Johns Clark.

Bókin kemur út í desember og munu lesendur fá að fylgjast með harðnöglunum eltast við Emir; kaldrifjaðan morðingja sem hefur skipulagt hrikalegar hryðjuverkárásir á vestræn ríki.

Clancy skrifar bókina í samstarfi við fyrrverandi hermanninn Grant Blackwood sem hefur mikla reynslu á þessu sviði. Hann vann einnig með Clive Cussler við bækurnar Spartan Gold og Lost Empire. - afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.