Lífið

Allt á annan endann yfir brúðkaupi William Bretaprins

Prinsinn og Kate við útskrift hans úr konunglega lofthernum árið 2008. Á næsta ári hefur hann þriggja ára störf sem þyrluflugmaður.
Prinsinn og Kate við útskrift hans úr konunglega lofthernum árið 2008. Á næsta ári hefur hann þriggja ára störf sem þyrluflugmaður.
Sagan um að William Bretaprins gangi á næstunni upp að altarinu með Kate Middleton fer nú eins og eldur í sinu um Bretland. Upphaf hennar má rekja til gamallar vinkonu Díönu prinsessu, blaðakonunnar Tinu Brown.

Hún spáir því að parið, sem hefur nú verið saman í sjö ár, trúlofist í júní. Stundaskráin hjá Buckingham-höll hafi nefninlega allt í einu galopnast dagana 3. og 4. júní og þá eigi að tilkynna um ráðahaginn. Brúðkaupið sjálft eigi síðan að fara fram í nóvember. Söguna hefur hún eftir innmúruðum heimildarmanni innan konungsfjölskyldunnar.

"Trúlofun í júní og vetrarbrúðkaup hentar konunglegu elítunni afskaplega vel. Auk þess slær þetta á lætin sem verða eftir kosningarnar í Bretlandi og nýr (eða sami) forsætisráðherra kemur sér fyrir í Downing-stræti," segir blaðakonan.

"Auk þess nálgast drottningin og Philip prins merkileg tímamót. Hann verður níræður á næsta ári og hún fagnar 60 árum á valdastóli eftir tvö ár. Þau, og þá sérstaklega Philip, eru afar náin William prins og mér er sagt að þau vilji ólm að hann gangi í hnapphelduna," bætir Brown við en hún skrifaði bók um Díönu prinsessu fyrir nokkrum árum.

Fjölmiðlafulltrúi Clarence House, heimili Karls krónprins, föður Williams, segir vangavelturnar þvætting.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.