Lífið

Iron Man 2 sögð svakalegri en Batman Begins

Það er hægt að segja margt um Mickey Rourke, meðal annars að hann er hrikalegur í hlutverki vonda járngæjans.
Það er hægt að segja margt um Mickey Rourke, meðal annars að hann er hrikalegur í hlutverki vonda járngæjans.
Fjölmiðlar vestanhafs eru byrjaðir að spá Iron Man 2, sem verður frumsýnd hérlendis eftir þrjár vikur, rosalegu gengi. Þetta byggja þeir á könnunum sem benda til þess að hún slái út Batman Begins, sem á tekjumet yfir frumsýningarhelgi.

Þarna spilar margt inn í, ekki síst vinsældir aðalleikarans Robert Downey Jr. Auk þess hafa stiklur úr myndinni notið gríðarlegra vinsælda á netinu en þær settu YouTube næstum því á hliðina fyrstu dagana í sýningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.